Rússar tilbúnir til að auka olíuframleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2016 17:51 Frá blaðamannafundi olíuframleiðenda í febrúar. Alexander Novak er til hægri á myndinni. Vísir/EPA Rússar tilkynntu í dag að þeir væru tilbúnir til að auka framleiðslu olíu í áður óþekktar hæðir. Viðræður olíuríkja um að koma í veg fyrir framleiðsluaukningu mistókust nýverið og Sádi-Arabía hótaði að auka framleiðslu sína gífurlega. Yfirvöld Venesúela telja að olíuverð gæti hrunið aftur á næstu vikum, komist olíuframleiðendur ekki að samkomulagi um að draga úr framboði. Venesúela og Rússar hafa fengið aðrar þjóðir að samningaborðinu en það slitnaði upp úr viðræðum þeirra á sunnudaginn. Yfirvöld í Sádi-Arabíu neituðu að skrifa undir samkomulag um að frysta framleiðslu, nema Íran myndi einnig skrifa undir samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Yfirvöld Íran segjast staðráðin í því að auka olíuframleiðslu sína verulega eftir að viðskiptaþvinganir gegn þeim voru afnumdar í janúar. Með því vilja þeir ná þeirri markaðsstöðu sem þeir höfðu áður.Sádar hótuðu hins vegar að auka framleiðslu sína um tvær milljónir tunna á dag, eða upp í tólf milljónir. Það myndi gera Sádi-Arabíu að stærsta olíuframleiðenda heims, en Rússar framleiða nú mest af olíu. Í dag sagði Alexander Novak, orkuráðherra Rússlands, að þeir gætu einnig aukið framleiðslu í allt að þrettán milljónir tunna á dag. Nú framleiða Rússar um ellefu milljónir. Olíuverð fór niður fyrir 30 dali á tunnu í janúar, eftir að hafa verið allt að 115 dalir um mitt ár 2014. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rússar tilkynntu í dag að þeir væru tilbúnir til að auka framleiðslu olíu í áður óþekktar hæðir. Viðræður olíuríkja um að koma í veg fyrir framleiðsluaukningu mistókust nýverið og Sádi-Arabía hótaði að auka framleiðslu sína gífurlega. Yfirvöld Venesúela telja að olíuverð gæti hrunið aftur á næstu vikum, komist olíuframleiðendur ekki að samkomulagi um að draga úr framboði. Venesúela og Rússar hafa fengið aðrar þjóðir að samningaborðinu en það slitnaði upp úr viðræðum þeirra á sunnudaginn. Yfirvöld í Sádi-Arabíu neituðu að skrifa undir samkomulag um að frysta framleiðslu, nema Íran myndi einnig skrifa undir samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Yfirvöld Íran segjast staðráðin í því að auka olíuframleiðslu sína verulega eftir að viðskiptaþvinganir gegn þeim voru afnumdar í janúar. Með því vilja þeir ná þeirri markaðsstöðu sem þeir höfðu áður.Sádar hótuðu hins vegar að auka framleiðslu sína um tvær milljónir tunna á dag, eða upp í tólf milljónir. Það myndi gera Sádi-Arabíu að stærsta olíuframleiðenda heims, en Rússar framleiða nú mest af olíu. Í dag sagði Alexander Novak, orkuráðherra Rússlands, að þeir gætu einnig aukið framleiðslu í allt að þrettán milljónir tunna á dag. Nú framleiða Rússar um ellefu milljónir. Olíuverð fór niður fyrir 30 dali á tunnu í janúar, eftir að hafa verið allt að 115 dalir um mitt ár 2014.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira