Skoðun

Dagur eða Oddný

Þór Rögnvaldsson skrifar
Skrattakornið sem það fer í taugarnar á mér að þurfa að setjast við tölvuna – vegna þess að enginn annar hefur gengið í verkið – til þess að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri; skilaboðum sem allir eru hvort eð er sammála um: Samfylkingin þarf nýjan leiðtoga.

Árni Páll hefur slegið á vitlausa strengi – frá byrjun. Fyrsta villa hans – og sú afdrifaríkasta – var sú að snúa strax baki við ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í stað þess að sækja fram til sigurs í nafni þeirra miklu afreka sem sú ríkisstjórn vann; þ.e. að rétta þjóðarskútuna við eftir hrunið mikla – sem var einstakt afrek. Nú síðast hins vegar kórónar hann vitleysuna með því að kenna öllu öðru samfylkingarfólki um auma stöðu mála – og á þann máta firra sjálfan sig ábyrgð. Lágkúrulegra getur það ekki orðið.

Samfylkingin á ekki nema tvö raunverulega öflug leiðtogaefni – og aðeins þessi tvö. Fyrstur í flokki fer auðvitað Dagur B. Eggertsson enda er hann langvinsælasti fulltrúi Fylkingarinnar. Mig minnir hins vegar að hann hafi á sínum tíma lýst því yfir að hann hafi ekki í hyggju að fara í landsmálin – en það er nú svo að nauðsyn brýtur lög og enginn mundi núa honum því um nasir þótt hann svaraði kalli tímans. Ef Dagur hins vegar reynist ófáanlegur í slaginn þá er það Oddný Harðardóttir – og bara hún – sem er það foringjaefni sem treystandi væri til að rétta Fylkinguna við úr lægðinni djúpu. Fylgið er þarna – það vantar bara öflugan foringja til þess að sameina kraftana.

Á hinn bóginn: Ef allt verður við það sama – ef ekkert breytist – þá er ég ekki einu sinni viss um að Fylkingin fái mitt atkvæði.




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×