300 hagfræðingar: Engin efnahagsleg rök fyrir tilvist skattaskjóla ingvar haraldsson skrifar 9. maí 2016 14:29 Hagfræðingarnir vilja uppræta tilvist skattaskjóla. vísir/getty Engin efnahagsleg rök eru fyrir að leyfa áframhaldandi tilvist skattaskjóla samkvæmt bréfi sem 300 hagfræðingar hafa ritað til leiðtoga ríkja heims. Að því er fram kemur á vef The Guardian er bréfið skrifað að undirlagi góðgerðasamtakanna Oxfam og meðal þeirra sem skrifa undir það er metsöluhöfundurinn Thomas Piketty og Angus Deaton, handhafi síðustu nóbelsverðlauna í hagfræði. Hagfræðingarnir segja að ekki verði auðvelt að brjóta á bak aftur kerfi skattaskjóla þar sem valdamiklir aðilar hafi hagsmuni af óbreyttu kerfi. Þeir vilja að alþjóðlegum reglum verið komið á þar sem fyrirtæki þurfi að birta sundurliðaðar upplýsingar um skattskyld umsvif sín eftir löndum. Einn hagfræðinganna, Ha-Joon Chang við Cambridge háskólann, segist, í samtali við BBC, hafa skrifað undir bréfið því skattaskjól hafi engan tilgang sem gagn sé af. Bréfið er birt áður en 40 þjóðarleiðtogar funda á Bretlandi á fimmtudaginn um aðgerðir gegn spillingu. Hagfræðingarnir segja Breta vera í einstakri stöðu þar sem ríflega þriðjungur sé staðsettur á svæðum sem heyri undir bresk yfirráð. Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Engin efnahagsleg rök eru fyrir að leyfa áframhaldandi tilvist skattaskjóla samkvæmt bréfi sem 300 hagfræðingar hafa ritað til leiðtoga ríkja heims. Að því er fram kemur á vef The Guardian er bréfið skrifað að undirlagi góðgerðasamtakanna Oxfam og meðal þeirra sem skrifa undir það er metsöluhöfundurinn Thomas Piketty og Angus Deaton, handhafi síðustu nóbelsverðlauna í hagfræði. Hagfræðingarnir segja að ekki verði auðvelt að brjóta á bak aftur kerfi skattaskjóla þar sem valdamiklir aðilar hafi hagsmuni af óbreyttu kerfi. Þeir vilja að alþjóðlegum reglum verið komið á þar sem fyrirtæki þurfi að birta sundurliðaðar upplýsingar um skattskyld umsvif sín eftir löndum. Einn hagfræðinganna, Ha-Joon Chang við Cambridge háskólann, segist, í samtali við BBC, hafa skrifað undir bréfið því skattaskjól hafi engan tilgang sem gagn sé af. Bréfið er birt áður en 40 þjóðarleiðtogar funda á Bretlandi á fimmtudaginn um aðgerðir gegn spillingu. Hagfræðingarnir segja Breta vera í einstakri stöðu þar sem ríflega þriðjungur sé staðsettur á svæðum sem heyri undir bresk yfirráð.
Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent