Íslenski boltinn

Ólafur: Förum grautfúlir heim með engin stig

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. vísir/ernir
„Við förum grautfúlir heim með engin stig. Þetta var leikur sem gat dottið okkar megin,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, svekktur að leikslokum í dag.

Valur tapaði fyrir nýliðunum í Víkingi Ólafsvík, 2-1, í 2. umferð Pepsi-deildar karla og er liðið án stiga eftir tvær umferðir.

„Auðvitað er það áhyggjuefni að við séum stigalausir eftir tvær umferðir og við þurfum að skoða þetta vandlega.“

Valsmönnum gekk illa að koma uppi spili í fyrri hálfleik en eftir jöfnunarmark Rolf Toft gekk liðinu betur að skapa sér færi.

„Við náum illa að halda boltanum og við það slitnar svolítið upp úr spilinu hjá okkur. Eftir jöfnunarmarkið gekk betur að halda boltanum og skapa færin en þá fáum við mark í andlitið.“

Valsmenn urðu fyrir áföllum í dag þegar bæði fyrirliði liðsins, Haukur Páll Sigurðsson og markvörður liðsins Ingvar Þór Kale, meiddust. Ólafur vildi þó ekki kenna vellinum um meiðslin.

„Völlurinn er frábær miðað við árstíma og Ólsararnir eiga hrós skilið fyrir það hversu vel hann lítur út,“ sagði Ólafur sem átti von á því að Ingvar yrði frá næstu vikurnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×