Apple ekki með einkarétt á vörumerkinu iPhone í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 08:12 iPhone eða IPHONE? vísir/getty Bandaríska fyrirtækið Apple tapaði á dögunum dómsmáli í Kína sem sneri að því hvort að fyrirtæki þar í landi mætti halda áfram að selja handtöskur og annan varning úr leðri undir nafninu „iPhone.“ Skemmst er frá því að Apple tapaði málinu og kínverska fyrirtækið má halda áfram að merkja vörur sínar með nafni símans en rithátturinn er annar, „IPHONE.“ Málið kom fyrst til kasta kínverskra yfirvalda árið 2012 þegar Apple fór með málið til kínversku einkaleyfisstofunnar. Ekki var fallist á málatilbúnað Apple þar svo fyrirtækið fór með málið fyrir dóm. Niðurstaða dómsins var sem áður segir sú að Apple geti ekki átt einkarétt á vörumerkinu „iPhone“ í Kína þar sem fyrirtækið gat ekki sannað að mati dómsins að það hefði verið vel þekkt merki í landinu þegar kínverska fyrirtækið sótti um sína vörumerkjaskráningu árið 2007. iPhone fór í sölu í Kína árið 2009 en um ári síðar fór kínverska fyrirtækið að merka vöruru sínar með nafninu „IPHONE.“ Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið Apple tapaði á dögunum dómsmáli í Kína sem sneri að því hvort að fyrirtæki þar í landi mætti halda áfram að selja handtöskur og annan varning úr leðri undir nafninu „iPhone.“ Skemmst er frá því að Apple tapaði málinu og kínverska fyrirtækið má halda áfram að merkja vörur sínar með nafni símans en rithátturinn er annar, „IPHONE.“ Málið kom fyrst til kasta kínverskra yfirvalda árið 2012 þegar Apple fór með málið til kínversku einkaleyfisstofunnar. Ekki var fallist á málatilbúnað Apple þar svo fyrirtækið fór með málið fyrir dóm. Niðurstaða dómsins var sem áður segir sú að Apple geti ekki átt einkarétt á vörumerkinu „iPhone“ í Kína þar sem fyrirtækið gat ekki sannað að mati dómsins að það hefði verið vel þekkt merki í landinu þegar kínverska fyrirtækið sótti um sína vörumerkjaskráningu árið 2007. iPhone fór í sölu í Kína árið 2009 en um ári síðar fór kínverska fyrirtækið að merka vöruru sínar með nafninu „IPHONE.“
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira