Íslenski boltinn

Sjáðu mörk FH-inga í Laugardalnum í dag | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistarar FH byrjuðu titilvörnina vel eða með 3-0 sigri á nýliðum Þróttar í Laugardalnum í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar 2016 sem fram fór á Þróttaravellinum í dag.

Steven Lennon skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins á 36. mínútu og þeir Atli Viðar Björnsson og Atli Guðnason bætti við mörkum á síðustu fimm mínútum leiksins.

Steven Lennon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Davíð Þór Viðarssyni, Þórarinn Ingi Valdimarsson lagði upp mark fyrir Atla Viðar aðeins þremur mínútum eftir að Atli Viðar kom inná sem varamaður og lokamarkið skoraði Atli Guðnason eftir mjög góðan undirbúning varamannsins Kristjáns Flóka Finnbogasonar.

FH byrjuðu tímabilið í fyrra á 3-1 útisigri á KR en þá lenti liðið 1-0 undir og snéri leiknum við í lokin.

Atli Viðar Björnsson breytti leiknum fyrir ári síðan og að þessi sinni gerði hann nánast út um leikinn með því að skora annað mark FH-liðsins. Eftir það var mótstaða Þróttara úr sögunni.

Það er hægt að sjá öll mörk FH-inga í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×