Íslenski boltinn

Þróttur byrjaði með boltann en Guðjón skoraði eftir níu sekúndur | Sjáðu markið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, skoraði í kvöld næst fljótasta markið í sögu efstu deildar á Íslandi þegar hann kom sínum mönnum í 1-0 gegn Þrótti eftir aðeins níu sekúndur.

Það ótrúlega við það er að Þróttur byrjaði með boltann en nýliðarnir töpuðu honum og Guðjón kom boltanum í netið eftir aðeins níu sekúndur sem fyrr segir.

Fljótasta markið í sögunni skoraði Pétur Georg Markan fyrir Val gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 2009 (8 sekúndur) en Guðjón var ekki langt frá því að bæta metið í kvöld.

Stjarnan vann leikinn 6-0 og er á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Þetta ótrúlega mark má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×