Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2016 11:57 Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. Umboðsmaður borgarbúa er mjög harðorður í garð borgaryfirvalda í áliti sínu varðandi óleyfisframkvæmdir Hrafns Gunnlaugssonar á og við lóð sína á Laugarnestanga. Hann segir að borginni beri að framfylgja ákvörðunum sínum um fjarlægingu þeirra bygginga sem Hrafn hefur látið þar reisa í óleyfi og erfitt sé að sjá á hverju Reykjavíkurborg byggi aðgerðaleysi sitt. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem Vísir hefur undir höndum. Umboðsmaður tók málið til könnunar eftir kvörtun frá borgarbúa. Telur umboðsmaður það „afar ámælisvert“ að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki framfylgt ákvörðunum borgarinnar um að fjarlægja skyldi byggingar sem Hrafn lét reisa á lóð sinni að Laugarnestanga nr. 65.Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/DaníelBorgin hefur glímt við Hrafn í 20 ár Forsaga málsins er sú að allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfisleysi komið upp eins konar bátaskýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inn á lóðinni samþykkti skipulagsráð vorið 2010 að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafnaðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borgin láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, sex árum síðar. Að mati umboðsmanns fæst ekki séð á hvaða grundvelli umhverfis- og skipulagssvið hafi byggt aðgerðarleysi sitt gagnvart Hrafni. Borginni beri skylda til að láta fjarlægja byggingarnar. „Er sá grundvöllur, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur byggt aðgerðaleysi sitt í málum varðandi lóðahafa, vandséður,“ segir umboðsmaður. „Ekki verður séð að færð hafi verið fram hlutlæg og málefnanleg sjónarmið sem réttlæta aðra meðferð í máli sem þessu en í öðrum sambærilegum málum.Hrafn Gunnlaugsson.Borginni ber að framfylgja ákvörðun sinni um fjarlægingu á óleyfisframkvæmdum Umboðsmaður segir það ljóst, miðað við gildandi lög og fyrirliggjandi ákvarðanir Reykjavíkurborgar, að „umhverfis- og skipulagssviði bar, og ber enn, að framfylgja þeim ákvörðunum sem það tók endurtekið um stöðvanir framkvæmda, hreinsun lóðar og niðurrif óleyfisframkvæmda að Laugarnesi.“ Vandar umboðsmaður borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Bendir hann á í sambærilegum tilvikum hafi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar „gengið mun harðar fram á grundvelli sömu lagaheimilda og hér um ræðir,“ líkt og segir í álitinu.Fjallað var um málið í Fréttablaðinu árið 2013. Þar kom fram að litið væri til þess innan borgarkerfisins að margir teldu lítinn skaða af framkvæmdum Hrafns sem þess utan drægi til sín fjölda áhugasamra gesta. Umboðsmaður borgarbúa gefur lítið fyrir þessa röksemd og bendir á að borgarbúar verði að geta treyst á að Reykjavíkurborg fari að lögum í aðgerðum sínum og að geðþótti ráði ekki ákvörðunum. „Þetta traust er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi enda vart hægt að ætlast til þess að borgarnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki. Í þessu samhengi skiptir því miklu máli að hinn almenni borgar upplifi framkvæmdina ekki þannig að stjórnsýsluvaldi sé beitt af geðþótta enda eigi hann væntingar til þess að stjórnvöld bregðist við í samræmi við lög og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru og að þeim verði framfylgt,“ segir í áliti umboðsmanns. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Málið og álit umboðsmanns er til skoðunar innna borgarkerfisins. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Umboðsmaður borgarbúa er mjög harðorður í garð borgaryfirvalda í áliti sínu varðandi óleyfisframkvæmdir Hrafns Gunnlaugssonar á og við lóð sína á Laugarnestanga. Hann segir að borginni beri að framfylgja ákvörðunum sínum um fjarlægingu þeirra bygginga sem Hrafn hefur látið þar reisa í óleyfi og erfitt sé að sjá á hverju Reykjavíkurborg byggi aðgerðaleysi sitt. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem Vísir hefur undir höndum. Umboðsmaður tók málið til könnunar eftir kvörtun frá borgarbúa. Telur umboðsmaður það „afar ámælisvert“ að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki framfylgt ákvörðunum borgarinnar um að fjarlægja skyldi byggingar sem Hrafn lét reisa á lóð sinni að Laugarnestanga nr. 65.Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/DaníelBorgin hefur glímt við Hrafn í 20 ár Forsaga málsins er sú að allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfisleysi komið upp eins konar bátaskýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inn á lóðinni samþykkti skipulagsráð vorið 2010 að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafnaðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borgin láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, sex árum síðar. Að mati umboðsmanns fæst ekki séð á hvaða grundvelli umhverfis- og skipulagssvið hafi byggt aðgerðarleysi sitt gagnvart Hrafni. Borginni beri skylda til að láta fjarlægja byggingarnar. „Er sá grundvöllur, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur byggt aðgerðaleysi sitt í málum varðandi lóðahafa, vandséður,“ segir umboðsmaður. „Ekki verður séð að færð hafi verið fram hlutlæg og málefnanleg sjónarmið sem réttlæta aðra meðferð í máli sem þessu en í öðrum sambærilegum málum.Hrafn Gunnlaugsson.Borginni ber að framfylgja ákvörðun sinni um fjarlægingu á óleyfisframkvæmdum Umboðsmaður segir það ljóst, miðað við gildandi lög og fyrirliggjandi ákvarðanir Reykjavíkurborgar, að „umhverfis- og skipulagssviði bar, og ber enn, að framfylgja þeim ákvörðunum sem það tók endurtekið um stöðvanir framkvæmda, hreinsun lóðar og niðurrif óleyfisframkvæmda að Laugarnesi.“ Vandar umboðsmaður borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Bendir hann á í sambærilegum tilvikum hafi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar „gengið mun harðar fram á grundvelli sömu lagaheimilda og hér um ræðir,“ líkt og segir í álitinu.Fjallað var um málið í Fréttablaðinu árið 2013. Þar kom fram að litið væri til þess innan borgarkerfisins að margir teldu lítinn skaða af framkvæmdum Hrafns sem þess utan drægi til sín fjölda áhugasamra gesta. Umboðsmaður borgarbúa gefur lítið fyrir þessa röksemd og bendir á að borgarbúar verði að geta treyst á að Reykjavíkurborg fari að lögum í aðgerðum sínum og að geðþótti ráði ekki ákvörðunum. „Þetta traust er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi enda vart hægt að ætlast til þess að borgarnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki. Í þessu samhengi skiptir því miklu máli að hinn almenni borgar upplifi framkvæmdina ekki þannig að stjórnsýsluvaldi sé beitt af geðþótta enda eigi hann væntingar til þess að stjórnvöld bregðist við í samræmi við lög og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru og að þeim verði framfylgt,“ segir í áliti umboðsmanns. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Málið og álit umboðsmanns er til skoðunar innna borgarkerfisins.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent