Fótbolti

Arftaki Contes fundinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ventura náði góðum árangri með Torino.
Ventura náði góðum árangri með Torino. vísir/getty
Ítalska knattspyrnusambandið er búið að finna manninn sem á að taka við ítalska landsliðinu af Antonio Conte sem er sem kunnugt er á leið til Chelsea eftir EM í Frakklandi.

Sá heitir Giampiero Ventura sem er 68 ára reynslubolti. Samningur hans gildir fram yfir HM í Rússlandi 2018.

Ventura hefur verið lengi að og komið víða við. Ventura var síðast við stjórnvölinn hjá Torino þar sem hann náði eftirtektarverðum árangri.

Ventura tók við Torino sumarið 2011 þegar liðið var í næstefstu deild. Undir hans stjórn fór Torino beint upp í ítölsku úrvalsdeildina, hélt sér uppi á fyrsta tímabili þar og á því næsta endaði liðið í 7. sæti og vann sér þátttökurétt í Evrópudeildinni. Ventura hætti svo hjá Torino í vor eftir fimm ára starf.

Ítalía er með Belgíu, Svíþjóð og Írlandi í riðli á EM sem hefst á föstudaginn. Ítalir mæta Belgum í fyrsta leik sínum í Lyon á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×