Handbolti

Svíþjóð og Rússar með stórsigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Svía og Bosníu og Hersegóvínu í dag.
Úr leik Svía og Bosníu og Hersegóvínu í dag. vísir/afp
Svíþjóð er í kjörstöðu eftir fyrri leikinn gegn Bosníu og Hersegóvínu um laust sæti á HM 2017 í Frakkland, en Svíþjóð vann átta marka sigur í dag, 27-19.

Svíþjóð voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 12-9, en í síðari hálfleik spýttu þeir í lófana og unnu að lokum átta marka sigur, 27-19.

Þeir eru því í kjörstöðu fyrir síðari leikinn, en þeir eru komnir með annan fótinn inn á HM 2017 í Frakklandi.

Frerik Petersen og Mattias Zachrisson voru markahæstir hjá Svíþjóð með sex mörk, en Nikola Prce var markahæstur gestanna með níu mörk.

Rússland er einnig komið langleiðina inn á HM eftir sjö marka sigur á Svartfjallalandi, 29-22, eftir að hafa leitt 13-9 í hálfleik.

Sergey Shelmenko skoraði sjö mörk fyrir Rússana, en Vasko Sevaljevic skoraði einnig sjö mörk fyrir Svartfellinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×