Ítalir kjósa um gjörbreytingu á stjórnarskránni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júlí 2016 23:42 Hinn 41 árs gamli Matteo Renzi ætlar að segja af sér embætti felli landsmenn tillögu hans. vísir/epa Útlit er fyrir að kosning Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu verði ekki eina evrópska þjóðaratkvæðagreiðslan sem gæti haft gífurleg áhrif. Framundan er kosning í Ítalíu sem beðið er víða. Fyrr á árinu lagði Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fram frumvarp um miklar breytingar á stjórnskipan landsins. Stjórnarskrárfrumvarpið var samþykkt í báðum deildum ítalska þingsins en ekki með tveimur þriðju atkvæða. Því þarf að leggja breytingarnar í dóm þjóðarinnar. Ítalska þingið saman stendur af tveimur deildum. Til að frumvörp verði að lögum þarf að samþykkja þau samhljóða í báðum deildum. Takist það ekki eru þau send til baka í nýrri mynd. Þekkt er að frumvörp festist í einhverskonar limbói og ferðist fram og til baka á milli deilda. Tillaga Renzi hljóðar upp á að þingmönnum í efri deild þingsins, öldungadeildinni, verði fækkað úr 315 í hundrað. Þá er einnig lagt til að ríkisstjórn landsins þurfi ekki að njóta stuðnings beggja deilda þingsins heldur aðeins neðri deildarinnar. Nákvæm dagsetning fyrir kosninguna hefur ekki enn verið ákveðin en þó er víst að hún verður í október. Renzi hefur gefið það út að verði stjórnarskrárbreytingin ekki samþykkt muni hann segja af sér. Kannanir sem gerðar hafa verið sýna að mjótt er á mununum milli fylkinga en þó virðast þeir sem ætla að kjósa nei hafa yfirhöndina. Enn eru þó gífurlega margir sem eiga eftir að ákveða sig. Fjárfestar fylgjast spenntir með þróun mála. Verði tillagan felld og segi Renzi af sér mun líklega þurfa að boða til nýrra þingkosninga. Sem stendur mælist popúlistaflokkurinn Movimento 5 Stelle, Fimm stjörnu hreyfingin, stærstur en meðlimir flokksins eru tortryggnir gagnvart Evrópusambandinu og myntbandalaginu sem því fylgir. Flokkurinn hefur boðað að kosningar um framtíð Ítalíu nái hann kjöri. Brexit Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Útlit er fyrir að kosning Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu verði ekki eina evrópska þjóðaratkvæðagreiðslan sem gæti haft gífurleg áhrif. Framundan er kosning í Ítalíu sem beðið er víða. Fyrr á árinu lagði Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fram frumvarp um miklar breytingar á stjórnskipan landsins. Stjórnarskrárfrumvarpið var samþykkt í báðum deildum ítalska þingsins en ekki með tveimur þriðju atkvæða. Því þarf að leggja breytingarnar í dóm þjóðarinnar. Ítalska þingið saman stendur af tveimur deildum. Til að frumvörp verði að lögum þarf að samþykkja þau samhljóða í báðum deildum. Takist það ekki eru þau send til baka í nýrri mynd. Þekkt er að frumvörp festist í einhverskonar limbói og ferðist fram og til baka á milli deilda. Tillaga Renzi hljóðar upp á að þingmönnum í efri deild þingsins, öldungadeildinni, verði fækkað úr 315 í hundrað. Þá er einnig lagt til að ríkisstjórn landsins þurfi ekki að njóta stuðnings beggja deilda þingsins heldur aðeins neðri deildarinnar. Nákvæm dagsetning fyrir kosninguna hefur ekki enn verið ákveðin en þó er víst að hún verður í október. Renzi hefur gefið það út að verði stjórnarskrárbreytingin ekki samþykkt muni hann segja af sér. Kannanir sem gerðar hafa verið sýna að mjótt er á mununum milli fylkinga en þó virðast þeir sem ætla að kjósa nei hafa yfirhöndina. Enn eru þó gífurlega margir sem eiga eftir að ákveða sig. Fjárfestar fylgjast spenntir með þróun mála. Verði tillagan felld og segi Renzi af sér mun líklega þurfa að boða til nýrra þingkosninga. Sem stendur mælist popúlistaflokkurinn Movimento 5 Stelle, Fimm stjörnu hreyfingin, stærstur en meðlimir flokksins eru tortryggnir gagnvart Evrópusambandinu og myntbandalaginu sem því fylgir. Flokkurinn hefur boðað að kosningar um framtíð Ítalíu nái hann kjöri.
Brexit Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira