Gengur illa að fjölga notendum Netflix Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júlí 2016 09:44 Uppgjör annars árfjórðungs streymiþjónustunnar Netflix var kynnt í gær. Í uppgjörinu kom fram að Netflix bætti einungis við sig 1,7 milljónum notenda á fjórðungnum, sem er helmingi minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta var undir væntingum markaðsaðila sem áttu von á 2,5 milljónum nýrra notenda. Ýmislegt bendir til þess að notendafjöldi Netflix sé að mettast, einungis 160 þúsund nýir notendur bættust við í Bandaríkjunum á fjórðungnum. Fjárfestar óttast nú um velgengni fyrirtækisins og lækkaði gengi hlutabréfa í Netflix um allt að 16 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða í gær. Forsvarsmenn Netflix segja fréttir af verðhækkunum hjá fyrirtækinu hafi leitt til þess að notendafjöldanum fjölgaði svona lítið á fjórðungnum. Í grein New York Times um málið er bent á að hlutabréf í Netflix voru á fleygiferð á síðasta ári og hækkuðu um 135 prósent árið 2015. Til samanburðar hafa þau lækkað um fjórtán prósent það sem af er ári. Vert er að benda á að milljónir nota enn þjónustu Netflix og fyrirtækið opnaði þjónustu sína í yfir hundrað löndum í ársbyrjun. Ýmsir greiningaraðilar telja að ástandið sé ekki svo slæmt. Þeir benda til þess að hagnaður fyrirtækisins hækkuðu um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, og tekjur hækkuðu um 27 prósent milli ára. Netflix Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Uppgjör annars árfjórðungs streymiþjónustunnar Netflix var kynnt í gær. Í uppgjörinu kom fram að Netflix bætti einungis við sig 1,7 milljónum notenda á fjórðungnum, sem er helmingi minna en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þetta var undir væntingum markaðsaðila sem áttu von á 2,5 milljónum nýrra notenda. Ýmislegt bendir til þess að notendafjöldi Netflix sé að mettast, einungis 160 þúsund nýir notendur bættust við í Bandaríkjunum á fjórðungnum. Fjárfestar óttast nú um velgengni fyrirtækisins og lækkaði gengi hlutabréfa í Netflix um allt að 16 prósent í viðskiptum eftir lokun markaða í gær. Forsvarsmenn Netflix segja fréttir af verðhækkunum hjá fyrirtækinu hafi leitt til þess að notendafjöldanum fjölgaði svona lítið á fjórðungnum. Í grein New York Times um málið er bent á að hlutabréf í Netflix voru á fleygiferð á síðasta ári og hækkuðu um 135 prósent árið 2015. Til samanburðar hafa þau lækkað um fjórtán prósent það sem af er ári. Vert er að benda á að milljónir nota enn þjónustu Netflix og fyrirtækið opnaði þjónustu sína í yfir hundrað löndum í ársbyrjun. Ýmsir greiningaraðilar telja að ástandið sé ekki svo slæmt. Þeir benda til þess að hagnaður fyrirtækisins hækkuðu um 58 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, og tekjur hækkuðu um 27 prósent milli ára.
Netflix Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira