Enski boltinn

Ingimundur Níels frá Fylki í Fjölni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ingimundur Níels er farinn heim í Fjölni.
Ingimundur Níels er farinn heim í Fjölni. vísir/vilhelm
Ingimundur Níels Óskarsson er á leið úr Fylki í Fjölni en hann er búinn að skrifa undir samning við Grafarvogsliðið, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Fjölnismönnum.

Félagaskiptaglugginn verður opnaður á morgun og þá ganga félagaskiptin í gegn. Ingimundur hefur aðeins spilað fjóra leiki fyrir Fylki í Pepsi-deild karla í sumar.

Ingimundur hóf ferilinn í Fjölni og spilaði með liðinu í 1. deild frá 2004-2006 áður en hann gekk í raðir KR og síðar Fjölnis. Hann var á mála hjá FH frá 2013-2014 áður en hann sneri aftur í Fylki fyrir síðustu leiktíð.

Þessi þrítugi sóknarmaður á að baki 207 leiki í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og bikarnum og skorað í þeim 44 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×