Öfugsnúin mjólkurhagfræði Þórólfur Matthíasson skrifar 13. júlí 2016 07:00 Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið. Í fyrsta lagi tilkynnti verðlagsnefndin ákvörðun sína um að lækka verð á nýmjólkur- og undanrennudufti um 20%. Í öðru lagi tilkynnti nefndin ákvörðun um að hækka heildsöluverð á flestum neytendaafurðum (nýmjólk í fernum, rjóma, ostum, skyri) um 2,5%. Í þriðja lagi kynnti nefndin hækkun greiðslna vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um rúm 2% (en þær greiðslur renna óskiptar til Mjólkursamsölunnar) og í fjórða lagi hækkaði nefndin verð til bænda um 2%. Iðulega hefur verðlagsnefndin tilkynnt árlegar breytingar á verðlagningu mjólkurvara í aðdraganda verslunarmannahelgar. Nú er tilkynningin send heilum mánuði fyrr en vaninn er, kannski til að láta umfjöllun um hana „kafna“ í allri umfjölluninni um Evrópumeistaramót í knattspyrnu fremur en verslunarmannahelgarfréttum. Víkjum nú að lærdómunum sem hafa má af þessum tilfærslum: Nýmjólkur- og undanrennuduft eru notuð í matvælaframleiðslu, m.a. sælgætisframleiðslu. Heimsmarkaðsverð á nýmjólkur- og undanrennudufti hefur lækkað mikið frá því það var hvað hæst á árunum 2013-14 (úr ríflega 3.000 evrum á tonn af undanrennudufti 2013-14 í ríflega 1.500 evrur á tonn nú). Fríverslunarsamningar gera sælgætisframleiðendum (og sumum öðrum matvælaframleiðendum) kleift að skjóta sér undan okri á þessu hráefni með því að flytja framleiðslu sína úr landi eða með því að flytja inn erlent duft á fullum tollum. Lækkun verðlagsnefndarinnar á mjólkurdufti er augljóslega viðbrögð við samkeppnisstöðu dufts frá erlendum framleiðendum. Væntanlega njóta matvælaframleiðendur ekki lágs duftverðs lengi því samkvæmt nýgerðum búvörusamningi stendur til að hækka tolla á dufti og ostum um 50% eða meira. Þegar sú breyting hefur gengið í gegn mun verðið á dufti væntanlega hækka aftur!Velt yfir á neytendur Afhjúpandi er einnig að verð á mjólk og mjólkurvöru er hækkað um 2,5% meðan verð hrámjólkur til bænda hækkar um 2%. Þannig er hluta af kostnaðinum sem mjólkuriðnaðurinn hefur af samkeppninni við erlendu mjólkurduftframleiðendurna velt yfir á hinn almenna neytanda! Þarna er mjólkuriðnaðurinn, í krafti lagafyrirmæla, í stöðu sem fáir ef nokkrir aðrir vöruframleiðendur á landinu eru. Og verðlagsnefndin skirrist ekki við að nýta sér þessa stöðu til að senda neytendum reikninginn fyrir samkeppniskostnaði sínum. Lækkun á verði nýmjólkur- og undanrennudufts á heimsmarkaði endurspeglar almenna lækkun á þessum vörutegundum. Væri allt með felldu stæðu neytendur nýmjólkur og osta á Íslandi frammi fyrir viðlíka lækkun á verði á þessum afurðum og notendur duftsins njóta. En neytendur nýmjólkur og osta eiga þess ekki kost að flytja viðskipti sín til annarra landa eða annarra framleiðenda nema í takmörkuðum mæli. Verðlagsnefndin sendir því þessum neytendum reikninginn fyrir lækkuninni á heimsmarkaðsverði á mjólkurdufti! Sagt með öðrum orðum: Landbúnaðarkerfið á Íslandi er þannig samansett að þegar verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði lækkar er sú lækkun sjálfstætt tilefni til þess að verð á neyslumjólk og ostum til neytenda á Íslandi hækkar! Og varðmenn kerfisins eru svo stoltir af þessari hugarsmíð sinni að þeir vilja festa það í sessi um ókomna tíð. Er annað hægt en að segja Huh og taka víkingaklapp fyrir þessum snillingum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þann 23. júní 2016 kynnti verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvörðun sína um lágmarks heildsöluverð á nokkrum mjólkurvörum og um verð til bænda. Þessi ákvörðun er allrar athygli verð og jafnframt afhjúpandi fyrir það kerfi sem mjólkurframleiðslunni er búið. Í fyrsta lagi tilkynnti verðlagsnefndin ákvörðun sína um að lækka verð á nýmjólkur- og undanrennudufti um 20%. Í öðru lagi tilkynnti nefndin ákvörðun um að hækka heildsöluverð á flestum neytendaafurðum (nýmjólk í fernum, rjóma, ostum, skyri) um 2,5%. Í þriðja lagi kynnti nefndin hækkun greiðslna vegna vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur um rúm 2% (en þær greiðslur renna óskiptar til Mjólkursamsölunnar) og í fjórða lagi hækkaði nefndin verð til bænda um 2%. Iðulega hefur verðlagsnefndin tilkynnt árlegar breytingar á verðlagningu mjólkurvara í aðdraganda verslunarmannahelgar. Nú er tilkynningin send heilum mánuði fyrr en vaninn er, kannski til að láta umfjöllun um hana „kafna“ í allri umfjölluninni um Evrópumeistaramót í knattspyrnu fremur en verslunarmannahelgarfréttum. Víkjum nú að lærdómunum sem hafa má af þessum tilfærslum: Nýmjólkur- og undanrennuduft eru notuð í matvælaframleiðslu, m.a. sælgætisframleiðslu. Heimsmarkaðsverð á nýmjólkur- og undanrennudufti hefur lækkað mikið frá því það var hvað hæst á árunum 2013-14 (úr ríflega 3.000 evrum á tonn af undanrennudufti 2013-14 í ríflega 1.500 evrur á tonn nú). Fríverslunarsamningar gera sælgætisframleiðendum (og sumum öðrum matvælaframleiðendum) kleift að skjóta sér undan okri á þessu hráefni með því að flytja framleiðslu sína úr landi eða með því að flytja inn erlent duft á fullum tollum. Lækkun verðlagsnefndarinnar á mjólkurdufti er augljóslega viðbrögð við samkeppnisstöðu dufts frá erlendum framleiðendum. Væntanlega njóta matvælaframleiðendur ekki lágs duftverðs lengi því samkvæmt nýgerðum búvörusamningi stendur til að hækka tolla á dufti og ostum um 50% eða meira. Þegar sú breyting hefur gengið í gegn mun verðið á dufti væntanlega hækka aftur!Velt yfir á neytendur Afhjúpandi er einnig að verð á mjólk og mjólkurvöru er hækkað um 2,5% meðan verð hrámjólkur til bænda hækkar um 2%. Þannig er hluta af kostnaðinum sem mjólkuriðnaðurinn hefur af samkeppninni við erlendu mjólkurduftframleiðendurna velt yfir á hinn almenna neytanda! Þarna er mjólkuriðnaðurinn, í krafti lagafyrirmæla, í stöðu sem fáir ef nokkrir aðrir vöruframleiðendur á landinu eru. Og verðlagsnefndin skirrist ekki við að nýta sér þessa stöðu til að senda neytendum reikninginn fyrir samkeppniskostnaði sínum. Lækkun á verði nýmjólkur- og undanrennudufts á heimsmarkaði endurspeglar almenna lækkun á þessum vörutegundum. Væri allt með felldu stæðu neytendur nýmjólkur og osta á Íslandi frammi fyrir viðlíka lækkun á verði á þessum afurðum og notendur duftsins njóta. En neytendur nýmjólkur og osta eiga þess ekki kost að flytja viðskipti sín til annarra landa eða annarra framleiðenda nema í takmörkuðum mæli. Verðlagsnefndin sendir því þessum neytendum reikninginn fyrir lækkuninni á heimsmarkaðsverði á mjólkurdufti! Sagt með öðrum orðum: Landbúnaðarkerfið á Íslandi er þannig samansett að þegar verð á mjólkurvörum á heimsmarkaði lækkar er sú lækkun sjálfstætt tilefni til þess að verð á neyslumjólk og ostum til neytenda á Íslandi hækkar! Og varðmenn kerfisins eru svo stoltir af þessari hugarsmíð sinni að þeir vilja festa það í sessi um ókomna tíð. Er annað hægt en að segja Huh og taka víkingaklapp fyrir þessum snillingum?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun