Malm-kommóður innkallaðar í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 11:43 Malm-kommóða í Ikea-verslun í Kína. vísir/getty Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. Um 1,7 milljónir kommóða sem voru framleiddar á árunum 1999 til 2016 verða innkallaðar í Kína þar sem kommóðurnar eru ekki taldar uppfylla öryggiskröfur. Áður hefur Ikea innkallað Malm-kommóður í Norður-Ameríku vegna dauðsfalla og alvarlegra slysa sem urðu þar aðallega á börnum vegna kommóðanna þar sem þær höfðu oltið. Ríkisfjölmiðillinn í Kína gagnrýndi Ikea á dögunum fyrir að sýna kæruleysi þar sem innköllunin á vörunni hefði ekki náð til fleiri landa. „Möguleg hætta af því að húsgögn velti er mikið vandamál í allri húsgagnaframleiðslu. Ikea lofar að vera gott fordæmi þegar kemur að því að takast á við þessa áskorun,“ sagði Ikea á heimasíðu sinni. Rétt er að geta þess að innköllun á Malm-kommóðum nær ekki til Íslands eða annarra landa en Kína, Bandaríkjanna og Kanada. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda hér á landi. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ sagði Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í viðtali við Vísi þegar kommóðurnar voru innkallaðar í Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10 Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. Um 1,7 milljónir kommóða sem voru framleiddar á árunum 1999 til 2016 verða innkallaðar í Kína þar sem kommóðurnar eru ekki taldar uppfylla öryggiskröfur. Áður hefur Ikea innkallað Malm-kommóður í Norður-Ameríku vegna dauðsfalla og alvarlegra slysa sem urðu þar aðallega á börnum vegna kommóðanna þar sem þær höfðu oltið. Ríkisfjölmiðillinn í Kína gagnrýndi Ikea á dögunum fyrir að sýna kæruleysi þar sem innköllunin á vörunni hefði ekki náð til fleiri landa. „Möguleg hætta af því að húsgögn velti er mikið vandamál í allri húsgagnaframleiðslu. Ikea lofar að vera gott fordæmi þegar kemur að því að takast á við þessa áskorun,“ sagði Ikea á heimasíðu sinni. Rétt er að geta þess að innköllun á Malm-kommóðum nær ekki til Íslands eða annarra landa en Kína, Bandaríkjanna og Kanada. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda hér á landi. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ sagði Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í viðtali við Vísi þegar kommóðurnar voru innkallaðar í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10 Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48
Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur