Hlutabréf í Nintendo tölvuleikjafyrirtækinu hafa fallið skart eftir að greint var frá því að hinar gríðarlegu vinsældir Pokémon Go tölvuleiksins muni ekki hafa mikil áhrif á hagnað fyrirtækisins.
Hlutabréfaverð í Nintendo hafði meira en tvöfaldast frá því leikurinn kom út fyrir hálfum mánuði en við opnun markaða í Japan í nótt féll það um tæp átján prósent.
Leikurinn var framleiddur af bandaríska fyrirtækinu Niantic, sem Nintendo á raunar hlut í, og þrátt fyrir að Pokémon Go sé seldur undir merkjum Nintendo mun hagnaður móðurfyrirtækisins ekki batna mjög mikið.
En þrátt fyrir þessar miklu lækkanir eru hlutabréfin í Nintendo þó enn sextíu prósentum verðmeiri en þau voru áður en leikurinn vinsæli kom út.
Hlutabréf í Nintendo hríðfallið í verði

Tengdar fréttir

Hlutabréf í Nintendo að hrynja
Gengi hlutabréfa í Nintendo lækkaði um 12,6 prósent í dag.

Telja að Apple muni græða á tá og fingri á Pokémon Go
Leikurinn er nú aðgengilegur í 35 löndum fyrir bæði notendur Apple og Android.

Pokémonþjálfari keyrði á kyrrstæðan löggubíl
Ökumaður í Baltimore var með nefið á kafi í símanum á röngu augnabliki.