Rafbílaframleiðandinn Tesla ætlar að framleiða rafstrætisvagnaa, pallbíla og litla jeppa. Þetta kemur fram í nýju áætluninni „master plan“ sem Elon Musk, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, birti á miðvikudag.
Fyrir tíu árum skrifaði Musk fyrstu áætlunina fyrir framleiðslu bílanna. Musk telur að öll markmiðin frá þeirri áætlun séu að nást. Því stefni hann nú á frekari þróun, meðal annars þróun sjálfkeyrandi bíla sem eru tíu sinnum öruggari en hefðbundnir bílar, og eiga að gera eigendum kleift að safna tekjum þegar þeir eru ekki að nota bílinn sinn.
Musk skrifar í áætluninni að hann vilji kaupa SolarCity, sólarorkufyrirtækið þar sem hann er stjórnarformaður, til að geta þróað falleg sólarþök á bílana og betri batterí. Musk sér fyrir sér að endurskoða hlutverk strætisvagna svo þeir komi farþegum alla leið á áfangastað og séu með fleiri sætum en hefðbundnar rútur.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu

