Sérstakt pokagjald hefur dregið gríðarlega úr plastpokanotkun Breta Atli Ísleifsson skrifar 30. júlí 2016 17:00 Betur má ef duga skal, segir breski umhverfisráðherrann. Vísir/Getty Verulega hefur dregið úr plastpokanotkun Breta eftir að yfirvöld komu á sérstöku plastpokagjaldi, sem samsvarar um sex krónum á hvern plastpoka, hjá stóru verslunarkeðjunum síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum hefur kaup á plastpokum dregist saman um 85 prósent á tímabilinu frá því að gjaldinu var komið á í október. Breskir neytendur fóru heim með rúmlega 500 milljónum plastpoka úr verslunum sjö stærstu verslunarkeðja landsins á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við um sjö milljarða poka á árinu 2014. Umhverfisráðuneyti landsins gerir ráð fyrir að allt stefni í að hægt sé að spara um sex milljarða plastpoka í landinu í á árinu vegna aðgerðarinnar. Umhverfisráðherrann Therese Coffey segir að þetta sýni að með því sem virðast vera smávægilegar aðgerðir sé hægt að gera miklar breytingar. Hún leggur þó áherslu á að ekki megi sofna á verðinum. „Við verðum alltaf að gera meira til að draga úr losun úrgangs og endurvinna það sem við nýtum,“ segir Coffey í samtali við Guardian. Gjaldið var sett á alla þá poka sem neytendur fá í fyrirtækjum sem eru með að minnsta kosti 250 starfsmenn og á því ekki við smærri verslanir. Markmiðið með átakinu var að draga úr plastnotkun og vernda dýralíf, sér í lagi fiska, þar sem mikið magn plasts endar í hafinu. Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Verulega hefur dregið úr plastpokanotkun Breta eftir að yfirvöld komu á sérstöku plastpokagjaldi, sem samsvarar um sex krónum á hvern plastpoka, hjá stóru verslunarkeðjunum síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum hefur kaup á plastpokum dregist saman um 85 prósent á tímabilinu frá því að gjaldinu var komið á í október. Breskir neytendur fóru heim með rúmlega 500 milljónum plastpoka úr verslunum sjö stærstu verslunarkeðja landsins á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við um sjö milljarða poka á árinu 2014. Umhverfisráðuneyti landsins gerir ráð fyrir að allt stefni í að hægt sé að spara um sex milljarða plastpoka í landinu í á árinu vegna aðgerðarinnar. Umhverfisráðherrann Therese Coffey segir að þetta sýni að með því sem virðast vera smávægilegar aðgerðir sé hægt að gera miklar breytingar. Hún leggur þó áherslu á að ekki megi sofna á verðinum. „Við verðum alltaf að gera meira til að draga úr losun úrgangs og endurvinna það sem við nýtum,“ segir Coffey í samtali við Guardian. Gjaldið var sett á alla þá poka sem neytendur fá í fyrirtækjum sem eru með að minnsta kosti 250 starfsmenn og á því ekki við smærri verslanir. Markmiðið með átakinu var að draga úr plastnotkun og vernda dýralíf, sér í lagi fiska, þar sem mikið magn plasts endar í hafinu.
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur