Nýjar ógnir Einar Benediktsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Það ríkir varhugavert ástand á alþjóðavettvangi. Lykilorðin flóttamannavandi, Brexit, Erdogan og Úkraína minna á sumt það sem bæst hefur við á öld hryðjuverka, sem gekk í garð með árásinni á Tvíburaturnana í New York og Pentagon-bygginguna í Washington 11. september 2001. Þessar þaulskipulögðu fjöldamorðsaðgerðir kostuðu 3.000 manns lífið. Heimsbyggðin brást við og deildi sorg og vanmáttarkennd með Bandaríkjamönnum. Svipaðir strengir voru snertir síðar við hryðjuverkaárásirnar í London, París og Brussel. Fjöldi Íslendinga gjörþekkir þessar og aðrar borgir Evrópu og Bandaríkjanna, að ekki sé minnst á Nice sem þúsundir Íslendinga höfðu notið að heimsækja í HM-keppninni í fótbolta. Íslendingar tengjast þjóðum Evrópu tilfinningaböndum en hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins þekkja engin landamæri á því svæði vestrænnar samvinnu, sem við tilheyrum og á sín grunngildi í frelsi og lýðræði. Hernaður hryðjuverka, hin nýja ógn, var væntanlega ófyrirséður þegar ákvæði 5. greinar Atlantshafssáttmálans, um að árás á einn sé árás á alla, voru samþykkt 1949. Engu að síður varð greinin virk vegna árásarinnar á Tvíburaturnana og ekki stóð á samstöðu lýðræðisþjóða. En naumast var furða að leyst var úr læðingi stórátak gegn hryðjuverkum eftir árásirnar á Bandaríkin 2001, sem verður forgangsmál hjá George W. Bush forseta. Innrás í Írak er afleiðingin, en við mikið manndráp og eyðileggingu í sigurlausu stríði rýrðu Bandaríkjamenn tiltrú sína heima og erlendis. Við sem aðrir njótum átaks bandalagsþjóða að brjóta á bak aftur yfirráð ISIS í Írak og Sýrlandi. Þar eru þjálfunaraðstöður sem draga að sér fjölda aðkominna hryðjuverkamanna frá Evrópulöndum. Varnir gegn hryðjuverkum byggjast mikið á samvinnu og upplýsingaskiptum bandalagsríkja til að torvelda undirbúning hryðjuverkastarfsemi. Í ljós kemur æ betur að eftirlit allt með þessum illvirkjum, sem nota sér duldar leiðir samskipta á internetinu, krefst mjög aukins netöryggis . En þegar á hólminn er komið er átakið gegn því sem skellur yfir, eða er aftrað, í höndum löggæslu og öryggissveita í löndunum sjálfum. Eðli málsins samkvæmt er það fyrsta skylda stjórnvalds að gæta öryggis borgara í eigin lögsögu og þróunin í nágrannlöndum um aukna öryggisgæslu er rækilega kynnt í fjölmiðlum. Eigum við því ekki að hverfa frá þeirri kenningu að við séum stikkfrí frá vopnaburði? Að sjálfsögðu á að vera sýnileg vopnuð gæsla við aðsetur æðstu stjórnar landsins og flugstöðina í Keflavík með þeim fáránlega fjölda ferðamanna sem flugfélög flytja inn í landið. Örtröð af þeirra völdum blasir við og í gær var upplýst að Vestmannaeyingar komast ekki að vild með Herjólfi! Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var stofnun Sameinuðu þjóðanna ætlað að tryggja hrjáðum þjóðum frið og öryggi. En vonir um sættir þjóða á heimsvísu brustu fljótt vegna yfirráðastefnu Sovétríkjanna í nafni heimskommúnismans. Friður var tryggður í Evrópu með tilkomu Atlantshafsbandalagsins og velmegun sem þróaðist fyrir atbeina stofnana, einkum ESB. Íslendingar sem aðrir bjuggu við frið vegna varnarmáttar NATO og frumkvæðis um samninga um takmörkun kjarnavopna. Lengst var náð í þeim efnum við bæjardyrnar í Reykjavík með fundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða 1986. Sá fundur markar söguleg tímamót í ferli að endalokum kalda stríðsins. Árið 2014, í valdatíð Pútíns, snúast Rússar gegn fyrri samvinnu við vesturveldin með innrás í Úkraínu; vopnavæðing þeirra á norðurslóðum kallar vissulega á það eftirlitsflug Bandaríkjanna og NATO-þjóða frá Keflavík sem ákveðið er. Varnar- og öryggismál Íslands hvíla á tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og aðildinni að NATO, svo sem utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur lagt á áherslu. Þar hafa Íslendingar markað heillavænlega stefnu, sem ekki er átakamál. Þá er fullur stuðningur við það lífshagsmunamál að draga úr losun koltvísýrings með niðurstöðum loftlagsráðstefnunnar í París. Því til stuðnings er æskilegt að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stöðvun á rannsóknarolíuborunum á Drekasvæðinu vegna skorts á betri vitneskju um ógn við fiskistofna. Þar með legðum við til sérstakan skerf í loftslagsmálum. Ísland skiptir þó öllu máli vandmeðfarin stjórn efnahagsmála til aukins réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Einar Benediktsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það ríkir varhugavert ástand á alþjóðavettvangi. Lykilorðin flóttamannavandi, Brexit, Erdogan og Úkraína minna á sumt það sem bæst hefur við á öld hryðjuverka, sem gekk í garð með árásinni á Tvíburaturnana í New York og Pentagon-bygginguna í Washington 11. september 2001. Þessar þaulskipulögðu fjöldamorðsaðgerðir kostuðu 3.000 manns lífið. Heimsbyggðin brást við og deildi sorg og vanmáttarkennd með Bandaríkjamönnum. Svipaðir strengir voru snertir síðar við hryðjuverkaárásirnar í London, París og Brussel. Fjöldi Íslendinga gjörþekkir þessar og aðrar borgir Evrópu og Bandaríkjanna, að ekki sé minnst á Nice sem þúsundir Íslendinga höfðu notið að heimsækja í HM-keppninni í fótbolta. Íslendingar tengjast þjóðum Evrópu tilfinningaböndum en hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins þekkja engin landamæri á því svæði vestrænnar samvinnu, sem við tilheyrum og á sín grunngildi í frelsi og lýðræði. Hernaður hryðjuverka, hin nýja ógn, var væntanlega ófyrirséður þegar ákvæði 5. greinar Atlantshafssáttmálans, um að árás á einn sé árás á alla, voru samþykkt 1949. Engu að síður varð greinin virk vegna árásarinnar á Tvíburaturnana og ekki stóð á samstöðu lýðræðisþjóða. En naumast var furða að leyst var úr læðingi stórátak gegn hryðjuverkum eftir árásirnar á Bandaríkin 2001, sem verður forgangsmál hjá George W. Bush forseta. Innrás í Írak er afleiðingin, en við mikið manndráp og eyðileggingu í sigurlausu stríði rýrðu Bandaríkjamenn tiltrú sína heima og erlendis. Við sem aðrir njótum átaks bandalagsþjóða að brjóta á bak aftur yfirráð ISIS í Írak og Sýrlandi. Þar eru þjálfunaraðstöður sem draga að sér fjölda aðkominna hryðjuverkamanna frá Evrópulöndum. Varnir gegn hryðjuverkum byggjast mikið á samvinnu og upplýsingaskiptum bandalagsríkja til að torvelda undirbúning hryðjuverkastarfsemi. Í ljós kemur æ betur að eftirlit allt með þessum illvirkjum, sem nota sér duldar leiðir samskipta á internetinu, krefst mjög aukins netöryggis . En þegar á hólminn er komið er átakið gegn því sem skellur yfir, eða er aftrað, í höndum löggæslu og öryggissveita í löndunum sjálfum. Eðli málsins samkvæmt er það fyrsta skylda stjórnvalds að gæta öryggis borgara í eigin lögsögu og þróunin í nágrannlöndum um aukna öryggisgæslu er rækilega kynnt í fjölmiðlum. Eigum við því ekki að hverfa frá þeirri kenningu að við séum stikkfrí frá vopnaburði? Að sjálfsögðu á að vera sýnileg vopnuð gæsla við aðsetur æðstu stjórnar landsins og flugstöðina í Keflavík með þeim fáránlega fjölda ferðamanna sem flugfélög flytja inn í landið. Örtröð af þeirra völdum blasir við og í gær var upplýst að Vestmannaeyingar komast ekki að vild með Herjólfi! Við lok síðari heimsstyrjaldarinnar var stofnun Sameinuðu þjóðanna ætlað að tryggja hrjáðum þjóðum frið og öryggi. En vonir um sættir þjóða á heimsvísu brustu fljótt vegna yfirráðastefnu Sovétríkjanna í nafni heimskommúnismans. Friður var tryggður í Evrópu með tilkomu Atlantshafsbandalagsins og velmegun sem þróaðist fyrir atbeina stofnana, einkum ESB. Íslendingar sem aðrir bjuggu við frið vegna varnarmáttar NATO og frumkvæðis um samninga um takmörkun kjarnavopna. Lengst var náð í þeim efnum við bæjardyrnar í Reykjavík með fundi Reagans og Gorbatsjovs í Höfða 1986. Sá fundur markar söguleg tímamót í ferli að endalokum kalda stríðsins. Árið 2014, í valdatíð Pútíns, snúast Rússar gegn fyrri samvinnu við vesturveldin með innrás í Úkraínu; vopnavæðing þeirra á norðurslóðum kallar vissulega á það eftirlitsflug Bandaríkjanna og NATO-þjóða frá Keflavík sem ákveðið er. Varnar- og öryggismál Íslands hvíla á tvíhliða samstarfi við Bandaríkin og aðildinni að NATO, svo sem utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur lagt á áherslu. Þar hafa Íslendingar markað heillavænlega stefnu, sem ekki er átakamál. Þá er fullur stuðningur við það lífshagsmunamál að draga úr losun koltvísýrings með niðurstöðum loftlagsráðstefnunnar í París. Því til stuðnings er æskilegt að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stöðvun á rannsóknarolíuborunum á Drekasvæðinu vegna skorts á betri vitneskju um ógn við fiskistofna. Þar með legðum við til sérstakan skerf í loftslagsmálum. Ísland skiptir þó öllu máli vandmeðfarin stjórn efnahagsmála til aukins réttlætis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun