Hvað er betrun? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Ýmsir hafa tjáð sig á undanförnum misserum um betrun og mikilvægi þess að hún sé innleidd í íslenskan rétt. Í undirbúningi við gerð nýrra laga um fullnustu refsinga gagnrýndi Afstaða harðlega að hugtakið betrun kæmi hvergi fyrir í frumvarpi innanríkisráðherra sem lagt var fyrir Alþingi. Niðurstaðan varð sú að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins bætti inn orðinu betrun á nokkrum stöðum í frumvarpinu, en það var ekki tilgangur athugasemdanna heldur sá að með nýju lögunum yrði innleidd betrunarstefna á Íslandi í stað viðvarandi refsistefnu. Ég tel að nokkurs misskilnings hafi gætt um beitingu hugtaksins betrun. Betrun snýst um að gerð verði persónusniðin vistunaráætlun þar sem sérfræðingar meta einstaklinginn og veita honum viðeigandi meðferð; gera í upphafi afplánunar áætlun um hvernig einstaklingurinn nýtir tímann til að afla sér menntunar sem gerir honum kleift að verða nýtur þjóðfélagsþegn að afplánun lokinni. Þá skiptir miklu að styrkja stoðir fjölskyldunnar og gera einstaklingnum mögulegt að treysta samband sitt við fjölskyldu og vini. Með nýju lögunum var hins vegar ákvæði um gerð vistunaráætlunar fjarlægt úr lögunum og þrengt að vina- og fjölskyldutengslum með ýmsum takmörkunum á heimsóknum. Annar mikilvægur hluti af betrun er að vinna úr orsökum afbrotsins, meðal annars með því að reyna að sætta geranda og brotaþola. Það hefur sýnt sig að þrepaskipt fangelsisvist, þar sem dómþoli losnar í áföngum aftur út í samfélagið, skilar góðum árangri. Við höfum þrepin hér á Íslandi, en það skortir á sjálft innihald fangavistarinnar, þar sem dómþolum er veitt ábyrgð og þeir studdir til að taka ábyrgð í samræmi við þá vistunaráætlun sem gerð er í upphafi. Þrátt fyrir þrepaskiptinguna, þar sem er að finna lokuð fangelsi, opin fangelsi, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, skortir alveg innihald vistunarinnar. Því verða fangelsin bara geymslur þar sem einstaklingarnir eru stefnulausir í afplánun og ekkert tekur við að þeim tíma liðnum.Skilar ótvíræðum árangri Rannsóknir, þekking, reynsla og menntun um betrun er til staðar – en í afskaplega litlum mæli á Íslandi. Þess vegna er eðlilegt að leita í þekkingu og reynslu erlendis, þar sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að skipulagt betrunarferli skilar ótvíræðum árangri. Í byrjun ársins kom Knut Storberget, fv. dómsmálaráðherra Noregs til Íslands og hélt framsögu í Norræna húsinu um stefnumótun sem fram fór í tíð hans sem hefur verið kölluð „dómar með tilgang“ (straff som virker). Þegar Norðmenn fóru í stefnumótunarvinnuna könnuðu þeir fyrst hverjir það væru í raun og veru sem væru í fangelsunum. Þeir komust að því að fólk, sem býr við slæmar félagslegar aðstæður var það fólk sem kom aftur og aftur í fangelsi. Þegar það lá fyrir var farið að rýna í hvernig hægt væri að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir endurkomur, og tryggja farsæla endurkomu út í samfélagið. Töluverð bið hafði verið eftir að komast í afplánun í Noregi og of margir voru að koma í fangelsi í mjög stuttan tíma, aðallega ungir menn. Endurkomutíðnin var of há og sama fólkið kom aftur og aftur til að afplána dóma. Sömu vandamál blasa við hér á landi. Lögð var áhersla á aukna menntun starfsfólks, og hún færð á háskólastig þar sem áfram er unnið með rannsóknir til að meta þau úrræði sem þróuð eru, svo bæta megi þau til að ná settum tilgangi; að betrunarúrræðin skili einstaklingunum betri út í samfélagið. Yfirklór Alþingis, þar sem orðinu betrun var bætt inn í frumvarpið á nokkrum stöðum, var þó engin stefnubreyting í ætt við þá sem varð í Noregi.Engin framtíðarstefnumörkun Engin framtíðarstefnumörkun hefur verið gerð af hálfu íslenskra stjórnvalda um hvernig þau hyggist minnka endurkomur í fangelsin. Innanríkisráðherra sagði þó á Alþingi að endurkomutíðni á Íslandi væri allt of há. Áhugavert væri að vita hvað ráðherra telji að eigi að felast í betrun og hver hennar sýn er á innihald fangavistar – í hverju hún eigi að felast. Endurhæfing þýðir færri glæpir! Frelsissviptingin ein og sér er refsing, en því minni munur sem er á milli lífs innan og utan fangelsa, því auðveldari verða umskiptin frá fangelsi yfir í frelsi. Betrun snýst ekki um að fangar geti farið fyrr á rafrænt ökklaband eða losnað fyrr úr afplánun. Það snýst ekki um að fá lengri tíma í samfélagsþjónustu eða á áfangaheimili. Þetta er misskilningur! Betrun snýst um að byggja upp einstaklinginn og gera hann hæfan til þess að takast á við lífið og verða virkur samfélagsþegn. Í því felst að fangavistin verður að hafa innihald og fangar verða að koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Og síðan verður að taka við eftirfylgni og stuðningur, þar sem stuðningurinn felst í aðstoð við aðlögun að samfélaginu auk þess að tryggt sé aðgengi að atvinnu og námi – að ógleymdu þaki yfir höfuðið. Það er betrun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa tjáð sig á undanförnum misserum um betrun og mikilvægi þess að hún sé innleidd í íslenskan rétt. Í undirbúningi við gerð nýrra laga um fullnustu refsinga gagnrýndi Afstaða harðlega að hugtakið betrun kæmi hvergi fyrir í frumvarpi innanríkisráðherra sem lagt var fyrir Alþingi. Niðurstaðan varð sú að allsherjar- og menntamálanefnd þingsins bætti inn orðinu betrun á nokkrum stöðum í frumvarpinu, en það var ekki tilgangur athugasemdanna heldur sá að með nýju lögunum yrði innleidd betrunarstefna á Íslandi í stað viðvarandi refsistefnu. Ég tel að nokkurs misskilnings hafi gætt um beitingu hugtaksins betrun. Betrun snýst um að gerð verði persónusniðin vistunaráætlun þar sem sérfræðingar meta einstaklinginn og veita honum viðeigandi meðferð; gera í upphafi afplánunar áætlun um hvernig einstaklingurinn nýtir tímann til að afla sér menntunar sem gerir honum kleift að verða nýtur þjóðfélagsþegn að afplánun lokinni. Þá skiptir miklu að styrkja stoðir fjölskyldunnar og gera einstaklingnum mögulegt að treysta samband sitt við fjölskyldu og vini. Með nýju lögunum var hins vegar ákvæði um gerð vistunaráætlunar fjarlægt úr lögunum og þrengt að vina- og fjölskyldutengslum með ýmsum takmörkunum á heimsóknum. Annar mikilvægur hluti af betrun er að vinna úr orsökum afbrotsins, meðal annars með því að reyna að sætta geranda og brotaþola. Það hefur sýnt sig að þrepaskipt fangelsisvist, þar sem dómþoli losnar í áföngum aftur út í samfélagið, skilar góðum árangri. Við höfum þrepin hér á Íslandi, en það skortir á sjálft innihald fangavistarinnar, þar sem dómþolum er veitt ábyrgð og þeir studdir til að taka ábyrgð í samræmi við þá vistunaráætlun sem gerð er í upphafi. Þrátt fyrir þrepaskiptinguna, þar sem er að finna lokuð fangelsi, opin fangelsi, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, skortir alveg innihald vistunarinnar. Því verða fangelsin bara geymslur þar sem einstaklingarnir eru stefnulausir í afplánun og ekkert tekur við að þeim tíma liðnum.Skilar ótvíræðum árangri Rannsóknir, þekking, reynsla og menntun um betrun er til staðar – en í afskaplega litlum mæli á Íslandi. Þess vegna er eðlilegt að leita í þekkingu og reynslu erlendis, þar sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að skipulagt betrunarferli skilar ótvíræðum árangri. Í byrjun ársins kom Knut Storberget, fv. dómsmálaráðherra Noregs til Íslands og hélt framsögu í Norræna húsinu um stefnumótun sem fram fór í tíð hans sem hefur verið kölluð „dómar með tilgang“ (straff som virker). Þegar Norðmenn fóru í stefnumótunarvinnuna könnuðu þeir fyrst hverjir það væru í raun og veru sem væru í fangelsunum. Þeir komust að því að fólk, sem býr við slæmar félagslegar aðstæður var það fólk sem kom aftur og aftur í fangelsi. Þegar það lá fyrir var farið að rýna í hvernig hægt væri að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir endurkomur, og tryggja farsæla endurkomu út í samfélagið. Töluverð bið hafði verið eftir að komast í afplánun í Noregi og of margir voru að koma í fangelsi í mjög stuttan tíma, aðallega ungir menn. Endurkomutíðnin var of há og sama fólkið kom aftur og aftur til að afplána dóma. Sömu vandamál blasa við hér á landi. Lögð var áhersla á aukna menntun starfsfólks, og hún færð á háskólastig þar sem áfram er unnið með rannsóknir til að meta þau úrræði sem þróuð eru, svo bæta megi þau til að ná settum tilgangi; að betrunarúrræðin skili einstaklingunum betri út í samfélagið. Yfirklór Alþingis, þar sem orðinu betrun var bætt inn í frumvarpið á nokkrum stöðum, var þó engin stefnubreyting í ætt við þá sem varð í Noregi.Engin framtíðarstefnumörkun Engin framtíðarstefnumörkun hefur verið gerð af hálfu íslenskra stjórnvalda um hvernig þau hyggist minnka endurkomur í fangelsin. Innanríkisráðherra sagði þó á Alþingi að endurkomutíðni á Íslandi væri allt of há. Áhugavert væri að vita hvað ráðherra telji að eigi að felast í betrun og hver hennar sýn er á innihald fangavistar – í hverju hún eigi að felast. Endurhæfing þýðir færri glæpir! Frelsissviptingin ein og sér er refsing, en því minni munur sem er á milli lífs innan og utan fangelsa, því auðveldari verða umskiptin frá fangelsi yfir í frelsi. Betrun snýst ekki um að fangar geti farið fyrr á rafrænt ökklaband eða losnað fyrr úr afplánun. Það snýst ekki um að fá lengri tíma í samfélagsþjónustu eða á áfangaheimili. Þetta er misskilningur! Betrun snýst um að byggja upp einstaklinginn og gera hann hæfan til þess að takast á við lífið og verða virkur samfélagsþegn. Í því felst að fangavistin verður að hafa innihald og fangar verða að koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Og síðan verður að taka við eftirfylgni og stuðningur, þar sem stuðningurinn felst í aðstoð við aðlögun að samfélaginu auk þess að tryggt sé aðgengi að atvinnu og námi – að ógleymdu þaki yfir höfuðið. Það er betrun!
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar