Allir geta sameinast í tónlistinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 10:00 "Ég er með saxófón frá 1958 í djassinum en nýrra og fullkomnara hljóðfæri í klassíkinni,“ segir Sölvi. Vísir/GVA Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson er í sumarfríi frá tónlistarskóla í Berlín. Situr samt ekki auðum höndum heldur notar tímann í að spila djass með félögum sínum, Rögnvaldi Borgþórssyni á gítar, Birgi Steini Theodórssyni á bassa og Óskari Kjartanssyni á trommur. Saman mynda þeir Camus kvartett sem kemur fram í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30 í tónleikaröðinni Arctic Concerts. „Við félagarnir kynntumst í FÍH fyrir fimm árum og spilum alltaf saman þegar við erum allir á landinu. Þetta eru þriðju tónleikarnir á einu ári,“ segir Sölvi. „Við erum eiginlega að spila uppáhaldsdjasslögin okkar eftir uppáhaldssnillingana Miles Davis, Wayne Shorter, John Coltrane og fleiri, allt þekkta standarda. Þessi grúppa er mest í því.“ Sölvi er sonur Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara og Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara. Hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga, meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016, og stundar nú framhaldsnám í Jazz Institude Berlin, búinn þar með eitt ár af fjórum og kann mjög vel við sig. „Þetta er frábær skóli og bara 90 manns í BA-námi, allir mjög nánir og smá fjölskyldustemning í hópnum. Við erum með aðgang að skólanum allan sólarhringinn alla vikuna, og getum næstum búið þar. Erum með eldhús og það eru sófar inni í nokkrum herbergjum þar sem hægt er að fleygja sér stöku nætur.“ Hann leigir þó úti í bæ í Berlín með tveimur öðrum strákum og spilar oft með öðrum þeirra. „Svo er bassaleikarinn í Camus kvartett, Birgir Steinn, líka í skólanum og við erum búnir að spila hrikalega mikið saman í alls konar verkefnum. Rögnvaldur gítaristi bjó líka í Berlín í hálft ár og þá vorum við þrír oft saman í tríói.“ Sölvi var átta ára þegar hann byrjaði að læra á saxófón og var fyrstu sjö árin í klassík, bæði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Færði sig svo í skóla FÍH og var bæði í klassík og djassi í fjögur ár en leggur nú áherslu á djassinn. „Ég get vel hugsað mér að fara í klassíkina einhvern tíma seinna. Þetta eru tveir ólíkir heimar, ólík hljóðfæri og það getur verið smá kúnst að halda sér í formi í báðum stílunum. Ég er með saxófón frá 1958 í djassinum en nýrra og fullkomnara hljóðfæri í klassíkinni.“ Hann er tvítugur núna, lauk stúdentsprófi frá MH 18 ára og fékk tónlistina metna. „Það er kostur að vera ungur þegar maður sækir um skóla erlendis, þá á maður möguleika á að þroskast enn meira. Annars er fólk á öllum aldri í skólanum, yngsti nemandinn 18 ára og elsti rúmlega þrítugur. Aldursbilið í FÍH var þó enn breiðara. Það geta allir sameinast í tónlistinni.“ Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson er í sumarfríi frá tónlistarskóla í Berlín. Situr samt ekki auðum höndum heldur notar tímann í að spila djass með félögum sínum, Rögnvaldi Borgþórssyni á gítar, Birgi Steini Theodórssyni á bassa og Óskari Kjartanssyni á trommur. Saman mynda þeir Camus kvartett sem kemur fram í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20.30 í tónleikaröðinni Arctic Concerts. „Við félagarnir kynntumst í FÍH fyrir fimm árum og spilum alltaf saman þegar við erum allir á landinu. Þetta eru þriðju tónleikarnir á einu ári,“ segir Sölvi. „Við erum eiginlega að spila uppáhaldsdjasslögin okkar eftir uppáhaldssnillingana Miles Davis, Wayne Shorter, John Coltrane og fleiri, allt þekkta standarda. Þessi grúppa er mest í því.“ Sölvi er sonur Kolbeins Bjarnasonar flautuleikara og Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara. Hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga, meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016, og stundar nú framhaldsnám í Jazz Institude Berlin, búinn þar með eitt ár af fjórum og kann mjög vel við sig. „Þetta er frábær skóli og bara 90 manns í BA-námi, allir mjög nánir og smá fjölskyldustemning í hópnum. Við erum með aðgang að skólanum allan sólarhringinn alla vikuna, og getum næstum búið þar. Erum með eldhús og það eru sófar inni í nokkrum herbergjum þar sem hægt er að fleygja sér stöku nætur.“ Hann leigir þó úti í bæ í Berlín með tveimur öðrum strákum og spilar oft með öðrum þeirra. „Svo er bassaleikarinn í Camus kvartett, Birgir Steinn, líka í skólanum og við erum búnir að spila hrikalega mikið saman í alls konar verkefnum. Rögnvaldur gítaristi bjó líka í Berlín í hálft ár og þá vorum við þrír oft saman í tríói.“ Sölvi var átta ára þegar hann byrjaði að læra á saxófón og var fyrstu sjö árin í klassík, bæði í Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Færði sig svo í skóla FÍH og var bæði í klassík og djassi í fjögur ár en leggur nú áherslu á djassinn. „Ég get vel hugsað mér að fara í klassíkina einhvern tíma seinna. Þetta eru tveir ólíkir heimar, ólík hljóðfæri og það getur verið smá kúnst að halda sér í formi í báðum stílunum. Ég er með saxófón frá 1958 í djassinum en nýrra og fullkomnara hljóðfæri í klassíkinni.“ Hann er tvítugur núna, lauk stúdentsprófi frá MH 18 ára og fékk tónlistina metna. „Það er kostur að vera ungur þegar maður sækir um skóla erlendis, þá á maður möguleika á að þroskast enn meira. Annars er fólk á öllum aldri í skólanum, yngsti nemandinn 18 ára og elsti rúmlega þrítugur. Aldursbilið í FÍH var þó enn breiðara. Það geta allir sameinast í tónlistinni.“
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira