Fangar á Kvíabryggju hlaupa maraþon á laugardaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Æfingar eru í fullum gangi, Mynd/Afstaða Fangar í fangelsinu á Kvíabryggju munu hlaupa maraþon á Menningarnótt á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Fangarnir munu hlaupa 42,2 kílómetra í boðhlaupi. Um tíu fangar taka þátt en 23 fangar eru á Kvíabryggju. Markmið fanganna er að safna peningum til styrktar Afstöðu, félagi fanga. Afstaða er fræðslu- og hagsmunafélag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál. Markmið félagsins er að stuðla að betrun í afplánun og upplýsa fanga, aðstandendur, almenning og stjórnvöld um framgang í forvarnarstarfi og nýjungar í betrunarmálum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og fangi á Kvíabryggju, segir fangana spennta fyrir komandi áskorun. Þeir hafi margir hverjir æft stíft um nokkurn tíma. „Það verður mismunandi hvað hver fangi mun hlaupa mikið því þeir eru auðvitað í misjöfnu formi,“ segir hann.Fangar hafa æft stíft fyrir maraþonið á Menningarnótt.Hann segir góða aðstöðu fyrir fanga á Kvíabryggju til að hreyfa sig úti. Það sama gildi um fangelsið að Sogni. „Ýmsu er hins vegar mjög ábótavant í lokuðu fangelsunum og við myndum vilja sjá breytingar á því,“ segir Guðmundur og á við Litla-Hraun og fangelsið á Akureyri. „Það er ekki bara aðstaðan sem er slæm heldur er útivistartíminn einnig stuttur og því erfitt að nýta hann í hreyfingu.“ Guðmundur segir að Afstaða vilji að hreyfing og líkamsrækt fanga verði sett á hærra plan og notuð sem tæki í betrun. „Það hefur auðvitað áhrif og kemur mönnum í betra andlegt og líkamlegt form.“ Afstaða reiðir sig eingöngu á frjáls framlög og fara allir fjármunir til daglegs reksturs félagsins. Félagið fær engin fjárframlög frá Fangelsismálastofnun eða ríkinu. „Við ákváðum að slá til. Allar upplýsingar um styrktarreikninginn eru á Facebook-síðu Afstöðu og er þar hægt að heita á okkur. Öll framlög eru hjartanlega vel þegin.“ Fangaverðir á Kvíabryggju munu keyra á eftir föngunum í maraþoninu. „Við hlaupum bara innan svæðisins og förum ekki upp á þjóðveginn. Við þurfum því að fara nokkra hringi en hver hringur er ellefu kílómetrar. Ég held að það sé gríðarleg spenna hjá fangavörðunum að fá að keyra á eftir okkur þarna,“ segir Guðmundur og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Fangar í fangelsinu á Kvíabryggju munu hlaupa maraþon á Menningarnótt á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram. Fangarnir munu hlaupa 42,2 kílómetra í boðhlaupi. Um tíu fangar taka þátt en 23 fangar eru á Kvíabryggju. Markmið fanganna er að safna peningum til styrktar Afstöðu, félagi fanga. Afstaða er fræðslu- og hagsmunafélag fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál. Markmið félagsins er að stuðla að betrun í afplánun og upplýsa fanga, aðstandendur, almenning og stjórnvöld um framgang í forvarnarstarfi og nýjungar í betrunarmálum. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og fangi á Kvíabryggju, segir fangana spennta fyrir komandi áskorun. Þeir hafi margir hverjir æft stíft um nokkurn tíma. „Það verður mismunandi hvað hver fangi mun hlaupa mikið því þeir eru auðvitað í misjöfnu formi,“ segir hann.Fangar hafa æft stíft fyrir maraþonið á Menningarnótt.Hann segir góða aðstöðu fyrir fanga á Kvíabryggju til að hreyfa sig úti. Það sama gildi um fangelsið að Sogni. „Ýmsu er hins vegar mjög ábótavant í lokuðu fangelsunum og við myndum vilja sjá breytingar á því,“ segir Guðmundur og á við Litla-Hraun og fangelsið á Akureyri. „Það er ekki bara aðstaðan sem er slæm heldur er útivistartíminn einnig stuttur og því erfitt að nýta hann í hreyfingu.“ Guðmundur segir að Afstaða vilji að hreyfing og líkamsrækt fanga verði sett á hærra plan og notuð sem tæki í betrun. „Það hefur auðvitað áhrif og kemur mönnum í betra andlegt og líkamlegt form.“ Afstaða reiðir sig eingöngu á frjáls framlög og fara allir fjármunir til daglegs reksturs félagsins. Félagið fær engin fjárframlög frá Fangelsismálastofnun eða ríkinu. „Við ákváðum að slá til. Allar upplýsingar um styrktarreikninginn eru á Facebook-síðu Afstöðu og er þar hægt að heita á okkur. Öll framlög eru hjartanlega vel þegin.“ Fangaverðir á Kvíabryggju munu keyra á eftir föngunum í maraþoninu. „Við hlaupum bara innan svæðisins og förum ekki upp á þjóðveginn. Við þurfum því að fara nokkra hringi en hver hringur er ellefu kílómetrar. Ég held að það sé gríðarleg spenna hjá fangavörðunum að fá að keyra á eftir okkur þarna,“ segir Guðmundur og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Grundarfjörður Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira