Tim Cook segir niðurstöðuna anga af pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2016 11:17 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple. Vísir/EPA Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir niðurstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um skattamál fyrirtækisins í Írlandi anga af pólitík og að hún sé ósanngjörn. Framkvæmdastjórninn úrskurðaði að Apple hefði fengið þrettán milljarða evra afslátt af skatti í Írlandi. Það samsvarar um 1.700 milljörðum króna. Tim Cook sagði það ekki rétt og í samtali við vefinn RTÉ.ie í Írlandi segist hann vongóður um að úrskurðinum verði snúið við í áfrýjunarferlinu. Framkvæmdastjórnin heldur því fram að vegna samkomulags Apple og stjórnvalda Írlands hafi Apple einungis greitt 0,005 prósent í skatta af hagnaði sínum í Evrópu árið 2014. Cook segir það kolrangt. Hann segir meðalskatt fyrirtækisins á heimsvísu vera 26,1 prósent. Þá benti hann á að árið 2014 hafi Apple greitt einn af hverjum 15 dollurum sem greiddir voru í skatt af fyrirtækjum í Írlandi. Fyrirtækið hafi verið stærsti skattgreiðandi Írlands árið 2014. Hann segir greiðslur þeirra hafa verið um 400 milljónir dala og skatturinn hafi verið 12, 5 prósent. Þá bendir hann á að þegar Apple gerði samkomulagið við Írland hafi fyrirtækið verið næstum því gjaldþrota og tilgangurinn hafi alls ekki verið að komast undan skatti. „Við höfum ekki gert neitt rangt og ekki heldur stjórnvöld Írlands.“Deilt um skattstofnaAFP fréttaveitan segir úrskurð framkvæmdastjórnarinnar varpa ljósi á þær 2,4 billjónir dala sem bandarísk fyrirtæki hafi komið undan skatti í skattaskjólum. Þeir peningar eru vænlegt skotmark ríkisstjórna um heim allan og þrátt fyrir að Bandaríkin geri tilkall til skattheimtu þeirra eru peningarnir að mestu komnir til frá tekjum bandarískra fyrirtækja í öðrum löndum. Fyrirtæki eins og Apple, Microsoft, General Electric og Pfizer eru hins vegar að bíða eftir því að yfirvöld í Bandaríkjunum lækki skatta á fyrirtæki. Yfirvöld í Bandarkjunum líta á úrskurð framkvæmdastjórnarinnar sem tilraun til að skattleggja tekjur sem Bandaríkin eigi rétt á. Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir niðurstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um skattamál fyrirtækisins í Írlandi anga af pólitík og að hún sé ósanngjörn. Framkvæmdastjórninn úrskurðaði að Apple hefði fengið þrettán milljarða evra afslátt af skatti í Írlandi. Það samsvarar um 1.700 milljörðum króna. Tim Cook sagði það ekki rétt og í samtali við vefinn RTÉ.ie í Írlandi segist hann vongóður um að úrskurðinum verði snúið við í áfrýjunarferlinu. Framkvæmdastjórnin heldur því fram að vegna samkomulags Apple og stjórnvalda Írlands hafi Apple einungis greitt 0,005 prósent í skatta af hagnaði sínum í Evrópu árið 2014. Cook segir það kolrangt. Hann segir meðalskatt fyrirtækisins á heimsvísu vera 26,1 prósent. Þá benti hann á að árið 2014 hafi Apple greitt einn af hverjum 15 dollurum sem greiddir voru í skatt af fyrirtækjum í Írlandi. Fyrirtækið hafi verið stærsti skattgreiðandi Írlands árið 2014. Hann segir greiðslur þeirra hafa verið um 400 milljónir dala og skatturinn hafi verið 12, 5 prósent. Þá bendir hann á að þegar Apple gerði samkomulagið við Írland hafi fyrirtækið verið næstum því gjaldþrota og tilgangurinn hafi alls ekki verið að komast undan skatti. „Við höfum ekki gert neitt rangt og ekki heldur stjórnvöld Írlands.“Deilt um skattstofnaAFP fréttaveitan segir úrskurð framkvæmdastjórnarinnar varpa ljósi á þær 2,4 billjónir dala sem bandarísk fyrirtæki hafi komið undan skatti í skattaskjólum. Þeir peningar eru vænlegt skotmark ríkisstjórna um heim allan og þrátt fyrir að Bandaríkin geri tilkall til skattheimtu þeirra eru peningarnir að mestu komnir til frá tekjum bandarískra fyrirtækja í öðrum löndum. Fyrirtæki eins og Apple, Microsoft, General Electric og Pfizer eru hins vegar að bíða eftir því að yfirvöld í Bandaríkjunum lækki skatta á fyrirtæki. Yfirvöld í Bandarkjunum líta á úrskurð framkvæmdastjórnarinnar sem tilraun til að skattleggja tekjur sem Bandaríkin eigi rétt á.
Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira