Við þurfum réttlátt námslánakerfi Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. september 2016 07:00 Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu sumarþingi er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Fyrsta umræða um málið var málefnaleg og góð og komu þá þegar fram ýmsar spurningar um þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið boðar. Í framhaldinu hefur verið kallað eftir umsögnum og hefur Háskóli Íslands meðal annars sent inn umsögn. Umsögn HÍ fylgja ályktanir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem skólinn fékk til að fara yfir málið. Þar kemur margt áhugavert fram. Stóra grundvallarbreytingin sem felst í frumvarpinu er að allir námsmenn eigi rétt á námsstyrk en þeir sem þess þurfa geti tekið viðbótarlán upp í fulla framfærslu. Til þess að fjármagna breytingarnar eru vextir á lánum hækkaðir, úr einu prósenti í 2,5% auk álags, tekjutenging afborgana er afnumin, ákveðnar takmarkanir settar á endurgreiðslutíma og aldurstakmark sett á þá sem geta sótt um styrk eða lán. Það sem er jákvætt í frumvarpinu er að lagt er til að námsmenn eigi rétt á styrkjum. Önnur útfærsla á styrkjakerfi var lögð til í frumvarpi mínu vorið 2013 en Alþingi lauk ekki umfjöllun um það mál – sökum tímaskorts.Draga úr jafnrétti Aðrar breytingar sem lagðar eru til í þessu nýja frumvarpi eru hins vegar til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms og benda umsögn Háskóla Íslands og ályktanir Hagfræðistofnunar eindregið til þess að ekki eigi að ráðast í slíkar grundvallarbreytingar án þess að skoða málin miklu betur. Það sem meðal annars kemur þar fram er að frumvarpið feli í sér mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem þeir sem geta búið í heimahúsum njóta styrks en þeir sem ekki geta búið í heimahúsum þurfa að taka dýrari lán en nú eru í boði. Nauðsynlegt sé að greina frumvarpið út frá ólíkum áhrifum þess á kynin enda eru konur almennt eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og enn er því miður töluverður óútskýrður launamunur kynjanna í samfélaginu sem þýðir á mannamáli að konur fá hlutfallslega þyngri greiðslubyrði af sínum námslánum en karlar. Þá er reifað að þetta fyrirkomulag geti reynst erfitt þeim námsmönnum sem sækja nám erlendis. Að lokum er bent á að ef tekjutenging námslána verður afnumin auki það líkurnar á að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Í ályktunum Hagfræðistofnunar kemur fram að þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi. Einnig er bent á að afnám tekjutengingar geti haft áhrif á námsval og dregið þannig úr fjölbreytni náms. Hættan er sú að ungt fólk velji sér nám út frá tekjumöguleikum en ekki raunverulegum vilja sem er þá líka ákveðin frelsisskerðing fyrir einstaklinginn. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er sérstaklega minnst á listnám í þessu samhengi. Sérstök rök með frumvarpinu eru sögð þau að það muni virka hvetjandi á námsmenn að ljúka námi á réttum tíma. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að sú staðreynd að lánskjör versna í núverandi kerfi gæti haft það í för með sér að námsmenn kjósi að vinna meira til að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda sem gæti haft þveröfug áhrif. Það er jákvætt að finna þá þverpólitísku samstöðu sem hefur myndast um að við eigum að taka upp námsstyrki. Hins vegar má sú breyting ekki verða til þess að skapa ranglátara kerfi fyrir þá sem þurfa á viðbótarlánum að halda og auka þannig ójöfnuð í samfélaginu. Slíkar tillögur er ekki hægt að samþykkja.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu sumarþingi er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Fyrsta umræða um málið var málefnaleg og góð og komu þá þegar fram ýmsar spurningar um þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið boðar. Í framhaldinu hefur verið kallað eftir umsögnum og hefur Háskóli Íslands meðal annars sent inn umsögn. Umsögn HÍ fylgja ályktanir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem skólinn fékk til að fara yfir málið. Þar kemur margt áhugavert fram. Stóra grundvallarbreytingin sem felst í frumvarpinu er að allir námsmenn eigi rétt á námsstyrk en þeir sem þess þurfa geti tekið viðbótarlán upp í fulla framfærslu. Til þess að fjármagna breytingarnar eru vextir á lánum hækkaðir, úr einu prósenti í 2,5% auk álags, tekjutenging afborgana er afnumin, ákveðnar takmarkanir settar á endurgreiðslutíma og aldurstakmark sett á þá sem geta sótt um styrk eða lán. Það sem er jákvætt í frumvarpinu er að lagt er til að námsmenn eigi rétt á styrkjum. Önnur útfærsla á styrkjakerfi var lögð til í frumvarpi mínu vorið 2013 en Alþingi lauk ekki umfjöllun um það mál – sökum tímaskorts.Draga úr jafnrétti Aðrar breytingar sem lagðar eru til í þessu nýja frumvarpi eru hins vegar til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms og benda umsögn Háskóla Íslands og ályktanir Hagfræðistofnunar eindregið til þess að ekki eigi að ráðast í slíkar grundvallarbreytingar án þess að skoða málin miklu betur. Það sem meðal annars kemur þar fram er að frumvarpið feli í sér mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem þeir sem geta búið í heimahúsum njóta styrks en þeir sem ekki geta búið í heimahúsum þurfa að taka dýrari lán en nú eru í boði. Nauðsynlegt sé að greina frumvarpið út frá ólíkum áhrifum þess á kynin enda eru konur almennt eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og enn er því miður töluverður óútskýrður launamunur kynjanna í samfélaginu sem þýðir á mannamáli að konur fá hlutfallslega þyngri greiðslubyrði af sínum námslánum en karlar. Þá er reifað að þetta fyrirkomulag geti reynst erfitt þeim námsmönnum sem sækja nám erlendis. Að lokum er bent á að ef tekjutenging námslána verður afnumin auki það líkurnar á að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Í ályktunum Hagfræðistofnunar kemur fram að þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi. Einnig er bent á að afnám tekjutengingar geti haft áhrif á námsval og dregið þannig úr fjölbreytni náms. Hættan er sú að ungt fólk velji sér nám út frá tekjumöguleikum en ekki raunverulegum vilja sem er þá líka ákveðin frelsisskerðing fyrir einstaklinginn. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er sérstaklega minnst á listnám í þessu samhengi. Sérstök rök með frumvarpinu eru sögð þau að það muni virka hvetjandi á námsmenn að ljúka námi á réttum tíma. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að sú staðreynd að lánskjör versna í núverandi kerfi gæti haft það í för með sér að námsmenn kjósi að vinna meira til að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda sem gæti haft þveröfug áhrif. Það er jákvætt að finna þá þverpólitísku samstöðu sem hefur myndast um að við eigum að taka upp námsstyrki. Hins vegar má sú breyting ekki verða til þess að skapa ranglátara kerfi fyrir þá sem þurfa á viðbótarlánum að halda og auka þannig ójöfnuð í samfélaginu. Slíkar tillögur er ekki hægt að samþykkja.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun