Körfubolti

Martin aftur í úrvalsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin átti frábæra undankeppni.
Martin átti frábæra undankeppni. mynd/bára dröfn kristinsdóttir
Martin Hermannsson átti frábæran leik þegar Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 með 74-68 sigri á Belgíu í gær.

Martin skoraði 18 stig gegn Belgum, tók þrjú fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum í tvígang. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum utan af velli og bæði vítin sem hann tók.

Þessi frammistaða skilaði Martin í úrvalslið 6. umferðar undankeppninnar. Þetta er í annað sinn sem Martin er valinn í úrvalsliðið en hann var einnig í úrvalsliði 2. umferðar.

Martin er í góðum félagsskap en í úrvalsliði 6. umferðar má m.a. finna Georgíumanninn Zaza Pachulia, leikmann Golden State Warriors í NBA-deildinni.

Martin spilaði skínandi vel í undankeppni EM 2017. Hann byrjaði alla sex leikina, skoraði 14,2 að meðaltali í leik, tók 4,0 fráköst og gaf 3,5 stoðsendingar. Þá var skotnýting hans frábær; 52,3% í tveggja stiga skotum og 57,1% í þriggja stiga skotum.


Tengdar fréttir

Ísland tryggði sig inn á Eurobasket | Myndaveisla

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótið í körfubolta á næsta ári þegar liðið lagði Belgíu 74-68 í Laugardalshöllinni í kvöld.

Kristófer: Shout-out á Guðna

Kristófer Acox kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðið í undankeppni EM 2017. Hann fékk ekki leyfi til að fara á EM í fyrra en ætlar að sjálfsögðu að vera með á næsta ári.

Jón Arnór: Sérstakt að gera þetta tvisvar í röð

Jón Arnór Stefánsson skoraði síðustu fjögur stig Íslands í sigrinum á Belgíu í Laugardalshöllinni í dag. Með sigrinum tryggði Ísland sér sæti á EM, annað skiptið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×