Órói kominn á markaði á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 15. september 2016 07:00 Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna vísir/getty Eftir sumar þar sem slík ró var yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum að annað eins hafði ekki sést í áratugi virðist óróinn sem einkenndi markaði í byrjun árs kominn aftur á skrið. Stressvísitala Bank of America Merrill Lynch sem mælir óróa á mörkuðum hækkaði allverulega á föstudaginn og hélt áfram að hækka á mánudag og þriðjudag og hefur hefur ekki hækkað svona marga daga í röð í þrjá mánuði. Ríkisskuldabréf lækkuðu og verðið á gulli lækkaði einnig á föstudaginn og héldu lækkanir áfram fram til gærdagsins. Sérfræðingar telja að nokkur atriði séu að ýta undir þessa þróun, í fyrsta lagi bíða alþjóðamarkaðir eftir því að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynni um stýrivaxtahækkun. Hún hefur gefið í skyn á síðustu vikum að hún muni fljótlega hækka stýrivexti á ný, þrátt fyrir marga óvissuþætti í bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi hefur lækkun olíuverðs haft áhrif á markaði. Olíuverð tók dýfu á fimmtudaginn í síðustu viku og hlutabréfin fylgdu eftir á föstudag.Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa lækkað undanfarna daga.vísir/gettyÁkvörðun um stýrivaxtahækkun hefur eins og reikna mátti með haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,5 prósent á föstudaginn, sem var mesta lækkunin í 43 viðskiptadaga. Svipaða sögu er að segja um Dow Jones vísitöluna. Vísitölurnar hækkuðu aftur á mánudag, tóku svo aðra dýfu á þriðjudag, en höfðu um eftirmiðdaginn í gær hækkað það sem af var degi. Nýmarkaðsríki hafa hins vegar einnig fundið fyrir áhrifum af ákvörðun Yellen, en á mánudaginn hafði MSCI Emerging Markets vísitalan lækkað fjóra daga í röð og hélt lækkunin áfram á þriðjudag og miðvikudag. Áhyggjur af stjórnarháttum seðlabanka og möguleikum þeirra til að ýta undir hagvöxt eru samtímis þessu að breiðast út í Evrópu. Á mánudaginn greindi The Telegraph frá því að fimmtíu milljarðar punda hefðu horfið af virði fyrirtækjanna á FTSE 100 vísitölunni í London eftir lækkanir í þrjá daga. Lækkanir voru einnig á þriðjudag í Evrópu, þar sem DAX í Þýskalandi, CAC í París, og spænska IBEX-vísitalan lækkuðu. Ýmist höfðu vísitölurnar lækkað eða hækkað um eftirmiðdaginn í gær. Á Asíumarkaði héldu lækkanir áfram í gær, Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,69 prósent, og Topix-vísitalan um 0,62 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Eftir sumar þar sem slík ró var yfir alþjóðlegum fjármálamörkuðum að annað eins hafði ekki sést í áratugi virðist óróinn sem einkenndi markaði í byrjun árs kominn aftur á skrið. Stressvísitala Bank of America Merrill Lynch sem mælir óróa á mörkuðum hækkaði allverulega á föstudaginn og hélt áfram að hækka á mánudag og þriðjudag og hefur hefur ekki hækkað svona marga daga í röð í þrjá mánuði. Ríkisskuldabréf lækkuðu og verðið á gulli lækkaði einnig á föstudaginn og héldu lækkanir áfram fram til gærdagsins. Sérfræðingar telja að nokkur atriði séu að ýta undir þessa þróun, í fyrsta lagi bíða alþjóðamarkaðir eftir því að Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynni um stýrivaxtahækkun. Hún hefur gefið í skyn á síðustu vikum að hún muni fljótlega hækka stýrivexti á ný, þrátt fyrir marga óvissuþætti í bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi hefur lækkun olíuverðs haft áhrif á markaði. Olíuverð tók dýfu á fimmtudaginn í síðustu viku og hlutabréfin fylgdu eftir á föstudag.Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafa lækkað undanfarna daga.vísir/gettyÁkvörðun um stýrivaxtahækkun hefur eins og reikna mátti með haft veruleg áhrif í Bandaríkjunum þar sem S&P 500 vísitalan lækkaði um 2,5 prósent á föstudaginn, sem var mesta lækkunin í 43 viðskiptadaga. Svipaða sögu er að segja um Dow Jones vísitöluna. Vísitölurnar hækkuðu aftur á mánudag, tóku svo aðra dýfu á þriðjudag, en höfðu um eftirmiðdaginn í gær hækkað það sem af var degi. Nýmarkaðsríki hafa hins vegar einnig fundið fyrir áhrifum af ákvörðun Yellen, en á mánudaginn hafði MSCI Emerging Markets vísitalan lækkað fjóra daga í röð og hélt lækkunin áfram á þriðjudag og miðvikudag. Áhyggjur af stjórnarháttum seðlabanka og möguleikum þeirra til að ýta undir hagvöxt eru samtímis þessu að breiðast út í Evrópu. Á mánudaginn greindi The Telegraph frá því að fimmtíu milljarðar punda hefðu horfið af virði fyrirtækjanna á FTSE 100 vísitölunni í London eftir lækkanir í þrjá daga. Lækkanir voru einnig á þriðjudag í Evrópu, þar sem DAX í Þýskalandi, CAC í París, og spænska IBEX-vísitalan lækkuðu. Ýmist höfðu vísitölurnar lækkað eða hækkað um eftirmiðdaginn í gær. Á Asíumarkaði héldu lækkanir áfram í gær, Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,69 prósent, og Topix-vísitalan um 0,62 prósent. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Efnahagur Kína styrkist en varla til frambúðar Bifreiðaframleiðsla er í miklum uppgangi í Kína og hefur bílasala þar ekki mælst meiri í þrjú og hálft ár. 14. september 2016 12:00