Handbolti

Gott gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur hefur farið vel af stað með Löwen.
Guðjón Valur hefur farið vel af stað með Löwen. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen er áfram með fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir fjögurra marka útisigur, 26-30, á Melsungen í kvöld.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Löwen og Alexander Petersson þrjú.

Kiel átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Göppingen að velli, 30-21.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar er með sex stig, líkt og Löwen, en hafa leikið einum leik fleira.

Nýkrýndir heimsmeistarar Füchse Berlin unnu 10 marka sigur, 36-26, á Minden á heimavelli. Bjarki Már Elísson var markahæstur í liði Berlínarrefanna með fimm mörk.

Lærisveinar Erlings Richardssonar hafa unnið báða leiki sína í deildinni til þessa.

Rúnar Kárason skoraði eitt mark þegar Hannover-Burgdorf vann tveggja marka sigur, 23-25, á Leipzig á útivelli.

Rúnar og félagar eru í 7. sæti deildarinnar með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×