Fótbolti

Ráðleggingar Alfreðs dugðu ekki til og Aron skoraði úr víti | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í dag
Aron komst á blað í þýsku úrvalsdeildinni í dag vísir/getty
Nú stendur yfir leikur Werder Bremen og Augsburg í 2. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Staðan er 1-1 en klukkutími er liðinn af leiknum

Aron Jóhannsson skoraði mark Bremen úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Alfreð Finnbogason er í byrjunarliði Augsburg og hann gaf Marwin Hitz, Svisslendingnum í marki, ráðleggingar áður en Aron tók spyrnuna.

Þær dugðu þó ekki til því Aron sendi Hitz í vitlaust horn og skoraði af öryggi.

Alfreð hefur verið ágengur upp við mark Bremen og hann skaut rétt framhjá úr besta færi Augsburg í fyrri hálfleik eins og sjá má hér að neðan.

Staðan var 1-0 í hálfleik en hollenski varnarmaðurinn Jeffrey Gouweleeuw jafnaði metin fyrir Augsburg á 52. mínútu.

Aron kemur Werder Bremen yfir Alfreð skýtur framhjá úr dauðafæri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×