Handbolti

Auðvelt hjá Kiel | Ásgeir heitur í Frakklandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ásgeir Örn í landsleik.
Ásgeir Örn í landsleik. vísir/daníel
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel unnu ellefu marka útisigur, 23-34, á Minden í þýska handboltanum í kvöld.

Austurríska ungstirnið Nikola Bylik fór hamförum en hann skoraði 12 mörk í 15 skotum. Christoffer Rambo var markahæstur hjá Minden með sex mörk.

Steffen Weinhold og Niklas Ekberg skoruðu báðir fimm mörk fyrir Kiel í leiknum.

Flensburg vann fjögurra marka sigur, 29-25, á Melsungen þar sem Anders Eggert skoraði níu mörk fyrir Flensburg. Göppingen vann svo þriggja marka sigur á Balingen, 29-26.

Flensburg er á toppi deildarinnar með fullt hús eftir fimm leiki en Kiel er í öðru sæti, tveim stigum á eftir.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk fyrir Nimes og Snorri Steinn Guðjónsson átta, þar af fimm úr vítum, er liðið vann Ivry, 29-27.

Geir Guðmundsson skoraði þrjú mörk úr átta skotum fyrir Cesson-Rennes er það tapaði, 22-28, gegn PSG. Guðmundur Hólmar Helgason komst ekki á blað en hann tók eitt skot.

Nimes er í öðru sæti deildarinnar en Cesson-Rennes er í fjórtánda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×