Handbolti

Fyrsta tap meistaranna | Flottur leikur Arnars dugði ekki til

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Steinn skoraði þrjú mörk í kvöld.
Gunnar Steinn skoraði þrjú mörk í kvöld. mynd/kristianstad
Svíþjóðarmeistarar Kristianstad lentu í kröppum dansi gegn Lugi í sænska boltanum í kvöld og urðu að sætta sig við sitt fyrsta tap í vetur.

Lokatölur 26-25 fyrir Lugi þar sem sigurmarkið kom 24 sekúndum fyrir leikslok.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad í leiknum en Gunnar Steinn Jónsson þrjú. Ólafur Andrés Guðmundsson gat ekki leikið með liðinu að þessu sinni.

Örn Ingi Bjarkason og félagar í Hammarby fengu á baukinn gegn Skövde. Töpuðu 31-25 og voru aldrei inn í leiknum.

Örn Ingi átti stórleik og var næstmarkahæstur í liði Hammarby með sex mörk í ellefu skotum. Hammarby hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×