Fótbolti

Vill fækka liðum í ítölsku deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Juventus hefur orðið ítalskur meistari undanfarin fimm ár.
Juventus hefur orðið ítalskur meistari undanfarin fimm ár. vísir/getty
Carlo Tavecchio, forseti ítalska knatspyrnusambandsins, vill fækka liðum í ítölsku úrvalsdeildinni.

Ítalska deildin er ekki talin jafn sterk og hún var og til marks um það eru sex ár síðan lið frá Ítalíu vann Meistaradeild Evrópu.

Tavecchio vill fækka liðum í ítölsku deildinni úr 20 í 18 og segir að það muni bæta fótboltann.

„Gæðin myndu aukast og áhorfendum fjölga,“ sagði Tavecchio. Hann er þó meðvitaður um að slík breyting tekur sinn tíma.

„Við getum ekki fækkað liðum á einu ári. Þetta þarf að vera 4-5 ára áætlun,“ bætti forsetinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×