Sérsveit lögreglu var kölluð að heimili hælisleitenda á Kjalarnesi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2016 14:48 Arnarholt á Kjalarnesi. Vísir/Vilhelm Lögreglan og sérsveit lögreglu voru kölluð að heimili hælisleitenda í Arnarholti á Kjalarnesi um hádegisbil í gær. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var óljóst í upphafi hvað gengi á og var sérsveitin kölluð til vegna öryggis. Alls fóru fjórir lögreglubílar að Arnarholti. „Tilkynningin var dálítið óljós þarna í upphafi og það var ekki vitað alveg hvað var í gangi og það skýrir það að við sendum fleiri en færri bíla. Sérsveitin fór svo líka upp eftir því hún var hérna á svæðinu en síðan var þetta ágreiningur sem leystist friðsamlega,“ segir Valgarður í samtali við Vísi. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn segir hann svo ekki vera. „Nei, það var ekki neitt svoleiðis. Það er náttúrulega svolítill fjöldi sem er þarna í Arnarholti á vegum Útlendingastofnunar en tilkynningin var svona óljós, talað um að það væri hiti í mannskapnum og þá þarf ekki mikið til. En svo var allt með kyrrum kjörum þegar lögregla kom á staðinn og þetta leystist allt friðsamlega,“ segir Valgarður. Hann segir að engin slagsmál hafi verið í gangi þegar lögregla kom og þá hafi enginn verið með vopn. „Það voru einhverjir ekki sáttir með að vera þarna upp frá og voru að byrsta sig gagnvart starfsmönnum Útlendingastofnunar og þeim leist ekki á blikuna en svo sjattlaðist þetta.“ Valgarður segir að það sé ekki algengt að lögreglan sé kölluð út að Arnarholti. Tengdar fréttir Rauði krossinn gagnrýndi staðsetningu Arnarholts Ekki var rætt sérstaklega við aðra íbúa Kjalarnes um komu hælisleitenda nema þá sem fyrir bjuggu á Arnarholti. Rauði Krossinn gagnrýndi lélegt aðgengi að samgöngum, matvöruverslunum og heilsugæslu áður en hælisleitendur voru fluttir inn. 17. mars 2016 16:04 Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Lögreglan og sérsveit lögreglu voru kölluð að heimili hælisleitenda í Arnarholti á Kjalarnesi um hádegisbil í gær. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var óljóst í upphafi hvað gengi á og var sérsveitin kölluð til vegna öryggis. Alls fóru fjórir lögreglubílar að Arnarholti. „Tilkynningin var dálítið óljós þarna í upphafi og það var ekki vitað alveg hvað var í gangi og það skýrir það að við sendum fleiri en færri bíla. Sérsveitin fór svo líka upp eftir því hún var hérna á svæðinu en síðan var þetta ágreiningur sem leystist friðsamlega,“ segir Valgarður í samtali við Vísi. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn segir hann svo ekki vera. „Nei, það var ekki neitt svoleiðis. Það er náttúrulega svolítill fjöldi sem er þarna í Arnarholti á vegum Útlendingastofnunar en tilkynningin var svona óljós, talað um að það væri hiti í mannskapnum og þá þarf ekki mikið til. En svo var allt með kyrrum kjörum þegar lögregla kom á staðinn og þetta leystist allt friðsamlega,“ segir Valgarður. Hann segir að engin slagsmál hafi verið í gangi þegar lögregla kom og þá hafi enginn verið með vopn. „Það voru einhverjir ekki sáttir með að vera þarna upp frá og voru að byrsta sig gagnvart starfsmönnum Útlendingastofnunar og þeim leist ekki á blikuna en svo sjattlaðist þetta.“ Valgarður segir að það sé ekki algengt að lögreglan sé kölluð út að Arnarholti.
Tengdar fréttir Rauði krossinn gagnrýndi staðsetningu Arnarholts Ekki var rætt sérstaklega við aðra íbúa Kjalarnes um komu hælisleitenda nema þá sem fyrir bjuggu á Arnarholti. Rauði Krossinn gagnrýndi lélegt aðgengi að samgöngum, matvöruverslunum og heilsugæslu áður en hælisleitendur voru fluttir inn. 17. mars 2016 16:04 Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Rauði krossinn gagnrýndi staðsetningu Arnarholts Ekki var rætt sérstaklega við aðra íbúa Kjalarnes um komu hælisleitenda nema þá sem fyrir bjuggu á Arnarholti. Rauði Krossinn gagnrýndi lélegt aðgengi að samgöngum, matvöruverslunum og heilsugæslu áður en hælisleitendur voru fluttir inn. 17. mars 2016 16:04
Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Íbúar Kjalarness halda í kvöld fund til þess að ræða þau vandamál sem skapast hafa vegna tæplega 50 hælisleitenda sem búa í Arnarholti eftir að einn á að hafa áreitt tvær konur í bænum. Lögreglan segir ekkert sérstakt hafa komið upp á. 16. mars 2016 13:41