Fótbolti

Napoli mistókst að halda í við Juventus | Öll úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Juventus er komið með fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar eftir óvænt 0-1 tap Napoli gegn Atalanta í dag.

Eftir 3-0 sigur Juventus á Empoli í morgun mátti Napoli varla við því að misstíga sig en þetta var fyrsta tap Napoli á tímabilinu.

Roma komst upp í þriðja sætið með 2-1 sigri á heimavelli gegn Inter í lokaleik dagsins.

Konstantinos Manolas skoraði sigurmark Roma eftir að Ever Banega jafnaði metin fyrir Inter stuttu síðar.

Þá lenti AC Milan í heilmiklum vandræðum gegn Sassuolo á heimavelli en náði að knýja fram 4-3 sigur.

AC Milan komst yfir í upphafi leiks en gestirnir frá Sassuolo svöruðu því með þremur mörkum og leiddu 3-1 á San Siro.

Heimamönnum tókst að snúa því sér í hag með þremur mörkum á átta mínútna kafla frá Carlos Bacca, Manuel Locatelli og Gabriel Palletta.

Þá fóru Fiorentina-menn stigalausir heim frá Torino en leiknum lauk með 2-1 sigri Torino sem er í ellefta sæti að sjö umferðum loknum.

Úrslit dagsins:

Atalanta 1-0 Napoli

Bologna 0-1 Genoa

Cagliari 2-1 Crotone

Sampdoria 1-1 Palermo

AC Milan 4-3 Sassuolo

Torino 2-1 Fiorentina

AS Roma 2-1 Inter




Fleiri fréttir

Sjá meira


×