Handbolti

Börsungar sneru taflinu við gegn Kiel | Úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð á hliðarlínunni fyrr í vetur.
Alfreð á hliðarlínunni fyrr í vetur. vísir/getty
Barcelona vann nauman 26-25 sigur á Kiel í einvígi stórveldanna í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar byrjuðu leikinn af krafti og leiddu 13-10 í hálfleik.

Eftir góðan lokasprett náðu Börsunga hinsvegar að snúa leiknum sér í hag og fagna naumum sigri en Barcelona er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.

Í Ungverjalandi unnu Aron Pálmarsson og félagar í Telekom Veszprem öruggan fjögurra marka sigur á Kadetten.

Staðan var jöfn í upphafi seinni hálfleiks 16-16 en ungversku risarnir gerðu út um leikinn í seinni hálfleiks.

Aron komst á blað með þrjú mörk í leiknum en Momir Ilic var atkvæðamestur í liði Veszprem með sjö mörk.

Holstebro með Vigni Svavarsson og Egil Magnússon innanborðs fór stigalaust frá Portúgal gegn ABC Braga.

Lauk leiknum með fimm marka sigri Portúgalana 32-27 en Vignir komst á blað með tvö mörk.

Þá fengu Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Kristianstad skell gegn Kielce á útivelli 38-28.

Gunnar komst á blað með einu marki en eftir að hafa leitt með fimm mörkum í hálfleik var sigur Kielce aldrei í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×