Hlutabréf í Netflix rjúka upp Sæunn Gísladóttir skrifar 18. október 2016 15:20 Gengi hlutabréfa í Netflix hefur hækkað um tæplega 19 prósent í dag. Vísir/Getty Gengi hlutabréfa í streymiþjónustunni Netflix hefur rokið upp í dag. Gengið hefur hækkað um 18,98 prósent það sem af er degi. Hækkunina má rekja til þess að fleiri nýir notendur bættust við en búist var við á síðasta ársfjórðungi. Greint var frá því í gærkvöldi að 3,2 milljón nýrra notenda hefði bæst við á síðasta ársfjórðungi, samanborið við spá um 2 milljónir nýrra notenda. Í Bandaríkjunum bættust við 370 þúsund nýir notendur, rúmlega 20 prósent fleiri en búist var við. Þetta var þó mun minni fjölgun en á sama tímabili í fyrra þegar 880 þúsund nýir notendur bættust við. Fjöldi nýrra notenda um allan heim var þó hærri en á sama tímabili í fyrra þegar 2,74 milljónir nýrra notenda bættist við. Hins vegar er vert að nefna að á árinu bættust 130 ný lönd við þar sem hægt var að nota Netflix. Á árinu hefur Netflix ekki gengið nógu vel að bæta við nýjum notendum þrátt fyrir að hafa fært út kvíarnar til margra nýrra landa. Eftir annan ársfjórðung þegar greint var frá því að mun færri nýir notendur hefðu bæst við en búist var við hrundi gengi hlutabréfa í Netflix um 13 prósent. Netflix Tengdar fréttir Gengur illa að fjölga notendum Netflix Hlutabréf í Netflix hafa lækkað um allt að sextán prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. 19. júlí 2016 09:44 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengi hlutabréfa í streymiþjónustunni Netflix hefur rokið upp í dag. Gengið hefur hækkað um 18,98 prósent það sem af er degi. Hækkunina má rekja til þess að fleiri nýir notendur bættust við en búist var við á síðasta ársfjórðungi. Greint var frá því í gærkvöldi að 3,2 milljón nýrra notenda hefði bæst við á síðasta ársfjórðungi, samanborið við spá um 2 milljónir nýrra notenda. Í Bandaríkjunum bættust við 370 þúsund nýir notendur, rúmlega 20 prósent fleiri en búist var við. Þetta var þó mun minni fjölgun en á sama tímabili í fyrra þegar 880 þúsund nýir notendur bættust við. Fjöldi nýrra notenda um allan heim var þó hærri en á sama tímabili í fyrra þegar 2,74 milljónir nýrra notenda bættist við. Hins vegar er vert að nefna að á árinu bættust 130 ný lönd við þar sem hægt var að nota Netflix. Á árinu hefur Netflix ekki gengið nógu vel að bæta við nýjum notendum þrátt fyrir að hafa fært út kvíarnar til margra nýrra landa. Eftir annan ársfjórðung þegar greint var frá því að mun færri nýir notendur hefðu bæst við en búist var við hrundi gengi hlutabréfa í Netflix um 13 prósent.
Netflix Tengdar fréttir Gengur illa að fjölga notendum Netflix Hlutabréf í Netflix hafa lækkað um allt að sextán prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. 19. júlí 2016 09:44 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengur illa að fjölga notendum Netflix Hlutabréf í Netflix hafa lækkað um allt að sextán prósent í viðskiptum eftir lokun markaða. 19. júlí 2016 09:44