Óttast að hlutabréf hrynji ef Trump sigrar Sæunn Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Úrslit kosninganna hafa áhrif víða. vísir/afp Það gæti skipt sköpum fyrir evrópskan hlutabréfamarkað hvort Demókratar eða Repúblikanar sigri forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fara fram í dag. Greiningaraðilar hjá Deutsche Bank áætla að ef Donald Trump, forsetaefni Repúblíkanaflokksins, sigrar gæti gengi hlutabréfa í Evrópu hrunið um tíu prósent, á meðan gengið gæti hækkað um allt að fimm prósent ef Hillary Clinton, forsetaefni Demókrataflokksins, sigrar. Hlutabréfamarkaðir úti um allan heim munu líklega upplifa miklar sveiflur, sama hver úrslitin verða, en þau munu líklega skýrast á miðvikudagsmorgun. Talið er að um einn af tveimur stærstu pólitísku viðburðum ársins sé að ræða, hinn var útganga Breta úr Evrópusambandinu. Fram kemur í greiningu Deutsche að ekki einungis yrðu sveiflur til styttri tíma á hlutabréfamarkaði ef Trump verður forseti heldur einnig til lengri tíma, þar sem afstaða hans til margra málaflokka er óskýr. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Heimsbyggðin bíður úrslitanna í ofvæni Hillary Clinton hefur enn nokkurt forskot á Donald Trump samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, en það er ekki mikið. Óvissa ríkir um hve mikil áhrif síðasta útspil FBI hefur á úrslitin. Hvernig sem fer þá markar dagurinn tímamót. 8. nóvember 2016 06:45 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Það gæti skipt sköpum fyrir evrópskan hlutabréfamarkað hvort Demókratar eða Repúblikanar sigri forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fara fram í dag. Greiningaraðilar hjá Deutsche Bank áætla að ef Donald Trump, forsetaefni Repúblíkanaflokksins, sigrar gæti gengi hlutabréfa í Evrópu hrunið um tíu prósent, á meðan gengið gæti hækkað um allt að fimm prósent ef Hillary Clinton, forsetaefni Demókrataflokksins, sigrar. Hlutabréfamarkaðir úti um allan heim munu líklega upplifa miklar sveiflur, sama hver úrslitin verða, en þau munu líklega skýrast á miðvikudagsmorgun. Talið er að um einn af tveimur stærstu pólitísku viðburðum ársins sé að ræða, hinn var útganga Breta úr Evrópusambandinu. Fram kemur í greiningu Deutsche að ekki einungis yrðu sveiflur til styttri tíma á hlutabréfamarkaði ef Trump verður forseti heldur einnig til lengri tíma, þar sem afstaða hans til margra málaflokka er óskýr. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Heimsbyggðin bíður úrslitanna í ofvæni Hillary Clinton hefur enn nokkurt forskot á Donald Trump samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, en það er ekki mikið. Óvissa ríkir um hve mikil áhrif síðasta útspil FBI hefur á úrslitin. Hvernig sem fer þá markar dagurinn tímamót. 8. nóvember 2016 06:45 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Heimsbyggðin bíður úrslitanna í ofvæni Hillary Clinton hefur enn nokkurt forskot á Donald Trump samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, en það er ekki mikið. Óvissa ríkir um hve mikil áhrif síðasta útspil FBI hefur á úrslitin. Hvernig sem fer þá markar dagurinn tímamót. 8. nóvember 2016 06:45