Fótbolti

Óvænt jafntefli á heimavelli Bæjara | Aubameyang sneri aftur með látum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmönnum Hoffenheim tókst að loka á Lewandowski í dag.
Leikmönnum Hoffenheim tókst að loka á Lewandowski í dag. Vísir/getty
Bayern Munchen gerði óvænt 1-1 jafntefli gegn Hoffenheim á heimavelli eftir að hafa lent undir snemma leiks en Bæjarar náðu ekki að bæta við marki þrátt fyrir þunga sókn í seinni hálfleik.

Hoffenheim sem rétt slapp frá falli á síðustu leiktíð hefur byrjað tímabilið af krafti og komst yfir á 16. mínútu. Um miðbik seinni hálfleiks varð Steven Zuber fyrir því óláni að stýra boltanum í eigið net og jafna fyrir Bayern.

Bæjarar sóttu af miklum krafti í seinni hálfleik og áttu meðal annars tvö stangarskot en náðu ekki að bæta við öðru marki.

Í Hamburg var Pierre-Emerick Aubameyang mættur aftur inn í byrjunarlið Dortmund eftir að hafa tekið út agabann og var hann ekki lengi að stimpla sig inn.

Kom hann Dortmund 4-0 yfir með fjórum mörkum en Hamburg náði aðeins að klóra í bakkan í seinni hálfleik.

Þá unnu liðsfélagar Alfreðs Finnbogasonar í Augsburg góðan 2-0 sigur á Ingolstadt og Bayer Leverkusen og Wolfsburg unnu sína leiki.

Úrslit dagsins:

Bayer Leverkusen 3-2 Darmstadt

Bayern Munchen 1-1 Hoffenheim

Freiburg 0-3 Wolfsburg

Hamburger SV 2-5 Dortmund

Ingolstadt 0-2 Augsburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×