Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadollar hefur hækkað veruleg í dag í kjölfar dóms High Court í Bretlandi í dag um að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort Bretlandsstjórn virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB þannig að formlega megi hefja úrsagnarferli Bretlands úr ESB. Dómurinn þýðir að breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. greinina upp á sitt einsdæmi.
Gengi pundsins gagnvart dollaranum var um 1,23 í gær en er nú um 1,247, það hefur því hækkað um 1,4 prósent. Það var hæst 1,248 fyrr í dag. Gengi pundsins gagnvart krónunni er nú 138,21 og hefur hækkað um 1,5 prósent í dag.
Eins og Vísir hefur greint frá hefur gengi pundsins gagnvart öðrum gjaldmiðlum hrunið síðastliðna mánuði, allt frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið þann 23. júní síðastliðinn.
