Teikningar, skissur og skreytingar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 10:15 Teikningar Lothars Grund af innanhússhönnun á Hótel Sögu. Vísir/Ernir „Hér eru verk sem almenningur hefur hreinlega aldrei séð og kannski ekki haft vitneskju um. Sum þeirra eru vinnuskissur og forvitnileg skólaverk. Þetta er fjölbreytt sýning hvað snertir tíma og tækni og hún ætti að höfða til margra.“ Þetta segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, um sýninguna Á pappír – Skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna sem þar er opnuð í dag klukkan 15. Verkin eru frá síðustu öld,frá þriðja áratug til þess sjöunda. Þau eru eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).Ein af teikningum Jónasar Sólmundssonar.Einkennisverk sýningarinnar er teikning af svefnherbergishúsgögnum eftir Jónas Sólmundsson. Hann á fleiri fínar teikningar á sýningunni frá námsárunum í Þýskalandi og sýnir tímabilið þegar módernisminn er að ryðja sér til rúms í húsgagnagerðinni, að sögn Hörpu. „Svo erum við með Lothar Grund sem flutti hingað til lands frá Þýskalandi og bjó hér á 6. og 7. áratugnum. Hann var menntaður leiktjaldahönnuður, lærði síðan innanhússhönnun og var líka myndlistarmaður. Lothar vann mikið fyrir Þorvald í Síld og fisk sem meðal annars byggði Hótel Sögu. Við erum með teikningar eftir hann af innviðum Hótel Sögu, skreytingum og tillögum. Dýrahringurinn í loftinu í Grillinu er verk hans, barirnir og fleira flott. Þetta er ein af fréttunum í sýningunni.“ Annað sem er líka óvænt. Það er að Sverrir Haraldsson sem við þekkjum sem myndlistarmann lagði þá grein til hliðar árin 1955 til 1957 og fór að fást við auglýsingateiknun. Teiknaði mikið fyrir Mjólkursamsöluna, gerði litatillögur fyrir hana að bílum og fyrir Skarphéðin Jóhannsson arkitekt að húsum. Líka bókarkápur fyrir ýmsa höfunda. Það er gaman að skoða þessi verk Sverris því hann er alltaf að leika sér með sama formið. Hann segir í viðtali frá þessum tíma að í svona auglýsingahönnun sé abstraktsjónin gerð aðgengileg almenningi.“Harpa Þórsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsafnsins.Stefán Jónsson arkitekt var auglýsingateikari áður en hann gerðist arkitekt. „Stefán er maður tveggja tíma,“ segir Harpa. Hann teiknaði annars vegar merki fyrir nýstofnað lýðveldi og er þar í þjóðernisrómantíkinni en hins vegar beitir hann beinskeyttu myndmáli og ávarpandi texta í öðru verki sem er auglýsing.“ Kristín Þorkelsdóttir er eini núlifandi hönnuðurinn sem á verk á sýningunni. Það eru auglýsingar sem sýndar voru í bíóum um 1960. „Við erum á sýningunni að skoða hvernig auglýsingum var komið á framfæri og verk Kristínar eru gott dæmi um hvernig tæknin þróaðist,“ segir Harpa. „Þá er líka gaman að tala um hann Jónda, Jón í Lambey. Hann teiknaði fyrir Rafskinnu í áratugi, Rafskinna var rafdrifin auglýsingabók sem fletti sér sjálf. Safnið á nokkrar slíkar og þar er verið að auglýsa Dagblaðið Vísi.“ Það voru Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir sem völdu verkin á sýninguna og um útlit og uppsetningu sá Helgi Már Kristinsson. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Hér eru verk sem almenningur hefur hreinlega aldrei séð og kannski ekki haft vitneskju um. Sum þeirra eru vinnuskissur og forvitnileg skólaverk. Þetta er fjölbreytt sýning hvað snertir tíma og tækni og hún ætti að höfða til margra.“ Þetta segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, um sýninguna Á pappír – Skissur og teikningar hönnuða og myndlistarmanna sem þar er opnuð í dag klukkan 15. Verkin eru frá síðustu öld,frá þriðja áratug til þess sjöunda. Þau eru eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).Ein af teikningum Jónasar Sólmundssonar.Einkennisverk sýningarinnar er teikning af svefnherbergishúsgögnum eftir Jónas Sólmundsson. Hann á fleiri fínar teikningar á sýningunni frá námsárunum í Þýskalandi og sýnir tímabilið þegar módernisminn er að ryðja sér til rúms í húsgagnagerðinni, að sögn Hörpu. „Svo erum við með Lothar Grund sem flutti hingað til lands frá Þýskalandi og bjó hér á 6. og 7. áratugnum. Hann var menntaður leiktjaldahönnuður, lærði síðan innanhússhönnun og var líka myndlistarmaður. Lothar vann mikið fyrir Þorvald í Síld og fisk sem meðal annars byggði Hótel Sögu. Við erum með teikningar eftir hann af innviðum Hótel Sögu, skreytingum og tillögum. Dýrahringurinn í loftinu í Grillinu er verk hans, barirnir og fleira flott. Þetta er ein af fréttunum í sýningunni.“ Annað sem er líka óvænt. Það er að Sverrir Haraldsson sem við þekkjum sem myndlistarmann lagði þá grein til hliðar árin 1955 til 1957 og fór að fást við auglýsingateiknun. Teiknaði mikið fyrir Mjólkursamsöluna, gerði litatillögur fyrir hana að bílum og fyrir Skarphéðin Jóhannsson arkitekt að húsum. Líka bókarkápur fyrir ýmsa höfunda. Það er gaman að skoða þessi verk Sverris því hann er alltaf að leika sér með sama formið. Hann segir í viðtali frá þessum tíma að í svona auglýsingahönnun sé abstraktsjónin gerð aðgengileg almenningi.“Harpa Þórsdóttir framkvæmdastjóri Hönnunarsafnsins.Stefán Jónsson arkitekt var auglýsingateikari áður en hann gerðist arkitekt. „Stefán er maður tveggja tíma,“ segir Harpa. Hann teiknaði annars vegar merki fyrir nýstofnað lýðveldi og er þar í þjóðernisrómantíkinni en hins vegar beitir hann beinskeyttu myndmáli og ávarpandi texta í öðru verki sem er auglýsing.“ Kristín Þorkelsdóttir er eini núlifandi hönnuðurinn sem á verk á sýningunni. Það eru auglýsingar sem sýndar voru í bíóum um 1960. „Við erum á sýningunni að skoða hvernig auglýsingum var komið á framfæri og verk Kristínar eru gott dæmi um hvernig tæknin þróaðist,“ segir Harpa. „Þá er líka gaman að tala um hann Jónda, Jón í Lambey. Hann teiknaði fyrir Rafskinnu í áratugi, Rafskinna var rafdrifin auglýsingabók sem fletti sér sjálf. Safnið á nokkrar slíkar og þar er verið að auglýsa Dagblaðið Vísi.“ Það voru Ástríður Magnúsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir sem völdu verkin á sýninguna og um útlit og uppsetningu sá Helgi Már Kristinsson. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp