Handbolti

Góður síðari hálfleikur lagði grunninn að sigri Noregs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir í eldlínunni á hliðarlínunni.
Þórir í eldlínunni á hliðarlínunni. vísir/getty
Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska kvennalandsliðinu í handbolta unnu Frakkland með níu marka mun, 29-20, á  Mobelringen Cup, æfingarmóti sem fer fram í Noregi.

Öll liðin eru að undirbúa sig fyrir EM í Svíþjóð sem fer fram í desember, en auk Noregs og Frakklands eru Danmörk og Rússland á mótinu. Noregur vann Danmörku í gær.

Frakkarnir voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en Frakkland var 14-13 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik var allt annað uppi á teningnum, en alls unnu Norðmenn síðari hálfleikinn með tíu marka mun, 16-6 og leikinn með níu marka mun, 29-20.

Stine Bredal Oftedal var markahæst með sex mörk í norska liðinu sem mætir Rússlandi á morgun í lokaleik mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×