Þekkjum rétt kvenna Zahra Mesbah skrifar 9. desember 2016 07:00 Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í annarri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungumálið og jafnvel veðurfarið er einkennilegt og það sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem höfðu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðlilegt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flóttamönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðausturlönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjölmiðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heimsvísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sérstaklega ógn við áðurnefnda flóttamenn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverkastarfsemi og veldur það enn auknu áreiti á þetta flóttafólk í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum.Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegunda ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordómum og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmarkanir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannréttindum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að samfélaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ.á.m. Sádi-Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20-22 á skrifstofu okkar að Túngötu 14, 101 Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í annarri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungumálið og jafnvel veðurfarið er einkennilegt og það sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem höfðu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðlilegt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flóttamönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðausturlönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjölmiðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heimsvísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sérstaklega ógn við áðurnefnda flóttamenn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverkastarfsemi og veldur það enn auknu áreiti á þetta flóttafólk í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum.Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegunda ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordómum og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmarkanir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannréttindum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að samfélaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ.á.m. Sádi-Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20-22 á skrifstofu okkar að Túngötu 14, 101 Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun