Tölvufyrirtækið Microsoft hefur fengið leyfi frá samkeppniseftirliti Evrópusambandsins til að kaupa samfélagsmiðilinn LinkedIn. LinkedIn tengir saman atvinnurekendur og fólk í atvinnuleit og hefur notið mikilla vinsælda.
Samningurinn nemur 26 milljörðum Bandaríkjadala og er stærsta yfirtaka Microsoft fram að þessu. Samningurinn hefur nú þegar hlotið grænt ljós í Bandaríkjunum, Kanada, Brasilíu og Suður-Afríku að því er Reuters greinir frá. Gengið verður endanlega frá honum á næstu dögum.
Microsoft má kaupa LinkedIn

Tengdar fréttir

Hlutabréf í LinkedIn rjúka upp eftir kaup Microsoft
Microsoft tilkynnti í dag að það myndi kaupa samfélagmiðilinn LinkedIn fyrir 26 milljarða dollara.