Tónlistariðnaðurinn að vaxa í fyrsta sinn í áratug Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2016 09:30 Áætlað er að tekjur af tónlist muni aukast um sex prósent á árinu. Vísir/Hanna Svo virðist sem tekjur af streymiþjónustum á borð við Spotify og auglýsingar í gegnum YouTube séu loksins farnar að skila sér í vasa tónlistarmanna, en tekjur í tónlistariðnaðinum eru nú að vaxa á ný í fyrsta sinn í áratug. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Macquarie spái nú miklum vexti í iðnaðinum og að tekjur muni tvöfaldast á næsta áratug. Spáð er að tekjur í iðnaðinum muni vaxa um fimm prósent árið 2016 og nema 15 milljörðum Bandaríkjadala. Tekjurnar hafa dregist verulega saman undanfarinn áratug en árið 1999 námu þær 40 milljörðum dollara. Á síðastliðnu ári hefur YouTube greitt tónlistarmönnum yfir milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 110 milljarða króna, vegna auglýsinga. Það eru þó ekki allir sáttir við stefgjöld YouTube og hafa þungavigtarmenn úr tónlistariðnaðinum gagnrýnt að þau séu of lág. Margir nota YouTube í stað Spotify eða Apple Music sem greiða tónlistarmönnum hærri stefgjöld. Tekjur af tónlistarstreymi eru nú orðnar stærsti tekjuliður iðnaðarins og skipta því greiðslurnar mjög miklu máli. Spotify greiddi út 1,8 milljarða dollara, tæplega 200 milljarða króna, til tónlistarmanna árið 2015. Forsvarsmenn NordicPlaylist.com voru á Slush Music ráðstefnunni í Finnlandi í síðustu viku þar sem þeir tóku viðtöl við nokkra framsögumenn. Þeirra á meðal er David Price, director of insight and analysis hjá IFPI sem tekur saman allar tölur varðandi neyslu á tónlist. Hann talaði þar um þróunina í tekjum tónlistariðnaðarins. Sjá má viðtalið hér fyrir neðan. Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Svo virðist sem tekjur af streymiþjónustum á borð við Spotify og auglýsingar í gegnum YouTube séu loksins farnar að skila sér í vasa tónlistarmanna, en tekjur í tónlistariðnaðinum eru nú að vaxa á ný í fyrsta sinn í áratug. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Macquarie spái nú miklum vexti í iðnaðinum og að tekjur muni tvöfaldast á næsta áratug. Spáð er að tekjur í iðnaðinum muni vaxa um fimm prósent árið 2016 og nema 15 milljörðum Bandaríkjadala. Tekjurnar hafa dregist verulega saman undanfarinn áratug en árið 1999 námu þær 40 milljörðum dollara. Á síðastliðnu ári hefur YouTube greitt tónlistarmönnum yfir milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 110 milljarða króna, vegna auglýsinga. Það eru þó ekki allir sáttir við stefgjöld YouTube og hafa þungavigtarmenn úr tónlistariðnaðinum gagnrýnt að þau séu of lág. Margir nota YouTube í stað Spotify eða Apple Music sem greiða tónlistarmönnum hærri stefgjöld. Tekjur af tónlistarstreymi eru nú orðnar stærsti tekjuliður iðnaðarins og skipta því greiðslurnar mjög miklu máli. Spotify greiddi út 1,8 milljarða dollara, tæplega 200 milljarða króna, til tónlistarmanna árið 2015. Forsvarsmenn NordicPlaylist.com voru á Slush Music ráðstefnunni í Finnlandi í síðustu viku þar sem þeir tóku viðtöl við nokkra framsögumenn. Þeirra á meðal er David Price, director of insight and analysis hjá IFPI sem tekur saman allar tölur varðandi neyslu á tónlist. Hann talaði þar um þróunina í tekjum tónlistariðnaðarins. Sjá má viðtalið hér fyrir neðan.
Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira