Í versluninni eru skannar sem skynja hvaða vörur viðskiptavinir taka með sér heim. Við komu í búðina skanna viðskiptavinir smáforrit í farsíma sínum. Því næst er hægt að ganga um búðina og velja vörur á hefðbundinn hátt. Þegar búðin er yfirgefin er viðkomandi svo rukkaður fyrir vörurnar sem hafðar eru meðferðis í gegnum Amazon reikning.
Eins og stendur er búðin á prufustigi og eingöngu aðgengileg fyrir starfsmenn Amazon. Búist er við að hún verði opin almenningi snemma árs 2017.