Handbolti

Guðjón Valur magnaður í sigri Löwen | Íslendingaliðin á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur fagnar marki í leik með Löwen.
Guðjón Valur fagnar marki í leik með Löwen. vísir/getty
Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen og Kiel eru áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar jöfn með 30 stig eftir leiki dagsins í þýsku deildinni. Flensburg er tveimur stigum á eftir Íslendingaliðunum en á þó leik til góða.

Rhein-Neckar Löwen vann tveggja marka sigru, 29-27, á HC Erlangen á heimavelli eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 14-14.

Guðjón Valur Sigurðsson var magnaður í liði Ljónanna en hann skoraði ellefu mörk og var markahæstur á vellinum. Alexander Petersson skoraði þrjú.

Kiel vann sex marka sigur, 29-23, á VfL Gummersbach, en Alfreð Gíslason og hans menn halda áfram að berjast við Löwen og Flensburg á toppnum. Sigurinn var aldrei í hættu hjá Kiel í kvöld.

Marko Vujin var markahæstur hjá Kiel með átta mörk, en næstur kom Domagoj Duvnjak með sex mörk.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergrischer sem tapaði fyrir Melsungen á útivelli, 32-28. Bergrischer er á botninum með einungis tvo sigra og eitt jafntefli.

Rúnar Kárason var ekki í leikmannahópi Hannover-Burgdorf vegna veikinda þegar liðið vann Lemgo á útivelli 31-26, en hann greindi frá því á Twitter-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×