Norska stjórnin ætlar að þrefalda kröfuna um eigið fé við útborgun þegar menn kaupa sér íbúð í annað skipti. Margir hafa keypt sér íbúð eingöngu til að leigja út en nú stöðvar Siv Jensen fjármálaráðherra þá þróun.
Þeir sem eru að kaupa sér íbúð í annað sinn sem kostar allt að þrjár milljónir norskra króna þurfa fyrir áramót að reiða fram 450 þúsund krónur áður en þeir taka lán í bankanum. Eftir áramót verður upphæðin sem menn þurfa að eiga áður en þeir taka lán 1,2 milljónir norskra króna.
Jensen segir þetta gert til að greiða götu þeirra sem eru að kaupa sér íbúð í fyrsta sinn.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
