Enski boltinn

Denis Irwin kvaddi Ísland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Denis Irwin fagnar í leik með Manchester United.
Denis Irwin fagnar í leik með Manchester United. Vísir/getty
Denis Irwin, einn traustasti lærisveinn Sir Alex Ferguson í um áratug hjá Manchester Unitedm er nýfarinn af landi brott. 

Bakvörðurinn sparkvissi var hér á landi á vegum Manchester United klúbbsins á Íslandi og horfði meðal annars á leik á English Pub í Austurstræti. Irwin vann svo til allt sem hægt er að vinna með félagsliði á árum sínum hjá Rauðu Djöflunum.

Athafnamaðurinn Friðgeir Bergsteinsson var einn fjölmargra sem náðu mynd af sér með Irwin eins og sjá má að neðan. 

Uppfært klukkan 09:05

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að Argentínumaðurinn Sergio Agüero væri hér á landi. Upplýsingar þess efnis reyndust rangar. Eru lesendur Vísir beðnir afsökunar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×