Vinsælustu ókeypis iPhone forritin
Snapchat
Skilaboðaforritið sem gengur út á að senda myndir eða stutt myndskeið á milli vina sem eyðast eftir skoðun nýtur mikilla vinsælda.
Messenger
Skilaboðaforrit Facebook sem gerir notendum kleift að spjalla við Facebook-vini er orðið staðalbúnaður og kemur í stað SMS skilaboða fyrir marga notendur.

Einn gríðarlega vinsæli sýndarveruleikatölvuleikur var allsráðandi í sumar en vinsældir hans hafa dalað síðan þá. Leikurinn halar þó enn inn milljónum á dag.
Fjölmargir hlaða inn ljósmyndum sínum á Instagram með hinum ýmsu filterum og deila þeim með vinum sínum.
Stærsta samfélagsmiðil heims má finna á snjallsímum langflestra.
YouTube
Myndbandaveita Google býr yfir heilu mannslífslengdunum af efni af ýmsum toga.
Google Maps
Kortaþjónusta Google nýtur vinsælda og hefur hún eflaust komið sér vel fyrir margan villtan ferðamanninn eða jafnvel heimamanninn.
Pandora
Stillanleg stafræn útvarpsstöð sem spilar tónlist eftir þínum smekk þér að endurgjaldslausu.
Netflix
Streymisveitan vinsæla býður notendum upp á heilu þáttaraðirnar og kvikmyndirnar gegn áskrift.
Spotify Music
Tónlistarveita sem hefur að geyma milljónir laga eftir gríðarlega marga tónlistarmenn. Forritið er ókeypis en hægt er að borga fyrir áskrift og þar með sleppa við auglýsingar.

Heads Up!
Verð: 0,99$
Samkvæmisleikur frá spjallþáttastjórnandanum Ellen DeGeneres. Notendur fá úthlutað spjaldi með nafni frægrar manneskju og á að giska á hver manneskjan er út frá vísbendingum vina.
Face Swap Live
Verð: 0,99$
Forrit sem gerir manni kleift að skipta á andlitum við fræga og vini.
Minecraft: Pocket Edition
Verð: 8,67$
Snjallsímaútgáfa af vinsæla tölvuleiknum Minecraft þar sem notandinn getur ráfað um óbyggðirnar og byggt hvað sem hann vill.
Facetune
Verð: 5,99$
Myndvinnsluforrit sem hægt er að nota til þess að breyta myndum af sjálfum sér og breyta þar með útliti sínu eins og mann lystir.
KIMOJI
Verð: 1,99$
Emojis, eða tjákn, frá Kim Kardashian sem hægt er að nota í skilaboðum til vina og vandamanna.
7 Minute Workout Challenge
Verð: 3,71$
Líkamsræktarprógramm sem hægt er að hafa í vasanum og tekur sjö mínútur eins og nafnið gefur til kynna.
Geometry Dash
Verð: 1,99$
Snjallsímaleikur sem gengur út á að hoppa og fljúga í gegnum borð sem kassi.
Plague Inc.
Verð: 1,23$
Búðu til þinn eigin smitsjúkdóm og reyndu að tortíma heiminum.
Akinator the Genie
Verð: 1,99$
Dularfullur andi sem vinnur þig næstum alltaf í Hver er maðurinn.
Bloons TD 5
Verð: 2,99$
Byggðu turna sem kasta pílum til þess að skjóta blöðrur svo þær sleppi ekki í gegnum varnir þínar.

Face Changer 2
Breyttu andliti þínu eða annarra á fyndinn hátt.
Lumyer - Photo & Selfie Editor
Létt og hraðvirkt myndvinnsluforrit.
Castbox - Podcast Radio Music
Podcast-veita með miklum fjölda þátta.
Emoji Keyboard Pro
Lyklaborð fyrir tjákn til þess að auðvelda það að senda vinum slík.
MSQRD
Myndvinnsluforrit sem leyfir notandanum meðal annars að skipta út andlitinu sínu fyrir ásjónu kattar.

Pokémon GO
Sama forrit og er á lista Apple.
Clash Royale
Herkænskuleikur þar sem notendur kljást við hvora aðra um yfirráð.
Traffic Rider
Kappakstursleikur þar sem notandinn þeysist um á mótorhjóli.
slither.io
Reyndu að verða lengsti snákurinn með því að éta snáka annarra leikmanna.
Dream League Soccer
Fótboltaleikur, ekki ósvipaður FIFA-leikjunum, þar sem notandinn getur búið til sitt eigið knattspyrnulið.