Enski boltinn

Rúmlega 50 milljóna punda tilboði Arsenal í Belotti hafnað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Belotti er næstmarkahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með 13 mörk.
Belotti er næstmarkahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með 13 mörk. vísir/getty
Torino hafnaði 56 milljóna punda tilboði Arsenal í ítalska framherjann Andrea Belotti.

Þetta segir Gianluca Patrachi, íþróttastjóri Torino. Að hans sögn er Belotti miklu meira en 56 milljóna punda virði.

Belotti, sem er 23 ára, kom til Torino frá Palermo sumarið 2015.

Hann skoraði 12 mörk í 35 deildarleikjum á síðasta tímabili. Í vetur hefur hann svo sprungið út og er kominn með 13 mörk í 17 deildarleikjum. Aðeins Mauro Icardi, leikmaður Inter, hefur skorað meira í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Belotti er búinn að vinna sér sæti í ítalska landsliðinu og hefur skorað þrjú mörk í fimm landsleikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×