Ford byggir upp verksmiðju í Michigan Benedikt Bóas skrifar 4. janúar 2017 07:00 Donald Trump lofaði kjósendum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu framleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. vísir/afp Bandaríski bílarisinn Ford tilkynnti í gær áætlanir sínar um að fjárfesta fyrir 700 milljónir dollara í Michigan-ríki. Á fjárfestingin að skapa um 700 störf í Flat Rock verksmiðjunni sem fær veglega andlitslyftingu. Bílarisinn ætlaði að reisa verksmiðju í Mexíkó fyrir 1,6 milljarða dollara þar sem átti að smíða nýja útgáfu af Ford Focus. Mark Fields, forstjóri Ford, sagði á blaðamannafundi í gær að áætlanir Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, væru hvetjandi. „Við trúum að það sem er að gerast með skatta og fleira muni geta gert Bandaríkin samkeppnishæf,“ sagði forstjórinn meðal annars í ræðu sinni. Hann neitaði því að hafa gert einhvers konar samkomulag við Trump. Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að leggja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Eiga flestir starfsmenn að vinna við að setja saman nýjan rafmagnsbíl frá Ford sem og að smíða varahluti fyrir Mustang og Lincoln.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski bílarisinn Ford tilkynnti í gær áætlanir sínar um að fjárfesta fyrir 700 milljónir dollara í Michigan-ríki. Á fjárfestingin að skapa um 700 störf í Flat Rock verksmiðjunni sem fær veglega andlitslyftingu. Bílarisinn ætlaði að reisa verksmiðju í Mexíkó fyrir 1,6 milljarða dollara þar sem átti að smíða nýja útgáfu af Ford Focus. Mark Fields, forstjóri Ford, sagði á blaðamannafundi í gær að áætlanir Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, væru hvetjandi. „Við trúum að það sem er að gerast með skatta og fleira muni geta gert Bandaríkin samkeppnishæf,“ sagði forstjórinn meðal annars í ræðu sinni. Hann neitaði því að hafa gert einhvers konar samkomulag við Trump. Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að leggja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Eiga flestir starfsmenn að vinna við að setja saman nýjan rafmagnsbíl frá Ford sem og að smíða varahluti fyrir Mustang og Lincoln.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira